Laugardagur 28.mars 2020
Fréttir

Miðaldra kona ákærð fyrir að stela úr dánarbúi föður síns

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært konu, sem fædd er árið 1961, fyrir fjárdrátt úr dánarbúi föður síns. Verður höfðað sakamál gegn konunni á næstunni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Konan er sögð hafa dregið sér fé af bankareikningi dánarbúsins í fimm færslum á tímabilinu frá 23. október 2015 til 30. október 2015. Faðirinn lést þann 22. október 2015.

Faðirinn sat í óskiptu búi en konan tilkynnti lát hans til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þann 30. október, síðasta daginn sem hún á að hafa tekið út fé af reikningi hans. Meintur fjárdráttur nemur samtals 2,2 milljónum króna.

Færslurnar voru 500.000, 450.000, 750.000, 250.000 og 250.000 krónur.

Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Jafnframt er gerð einkaréttarkrafa fyrir hönd systkina konunnar um að hún greiði þeim tæplega tvær og hálfa milljón króna að viðbættum dráttarvöxtum frá 1. desember 2015, auk kostnaðar vegna lögmannsaðstoðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Jón Gunnlaugur tekur við Víkingi, Andri Berg aðstoðar

Jón Gunnlaugur tekur við Víkingi, Andri Berg aðstoðar
Fréttir
Í gær

Blóðug átök í biðröð við salerni – Sagði að dömurnar ættu að ganga fyrir

Blóðug átök í biðröð við salerni – Sagði að dömurnar ættu að ganga fyrir
Fréttir
Í gær

Þorkell birti ótrúlegan spádóm – Stuttu seinna endaði hann í hjólastól

Þorkell birti ótrúlegan spádóm – Stuttu seinna endaði hann í hjólastól
Fréttir
Í gær

Ríkey varð kjaftstopp í Krambúðinni þegar þetta gerðist – „Við viljum alls ekki stofna neinum í hættu“

Ríkey varð kjaftstopp í Krambúðinni þegar þetta gerðist – „Við viljum alls ekki stofna neinum í hættu“