fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Fréttir

María Lilja stendur við stóru orðin – „Reyndu ekki að halda því fram að þetta danspartí skili sér á einhvern hátt til bágstaddra“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gagnrýni Maríu Lilju Þrastardóttur fjölmiðlakonu á viðburðinn Milljarður rís, sem er á vegum samtakanna UN Women Íslandi, hefur vakið talsverða athygli. María Lilja hefur sagt „dansbyltinguna“ svokölluðu gjörsamlega tilgangslausan viðburður millistéttakvenna sem er haldin á vinnutíma flestra verkakvenna.

Sjá einnig: María Lilja hjólar í viðburð UN Women: „Partí fyrir þotulið sem hefur tök á að skreppa lauflétt úr vinnunni um miðjan dag til að dansa“

„Getum við hætt að tala um #milljardurris sem eitthvað annað en riiiisa virtue signalling partí fyrir hvítar millistéttakonur úr miðbænum og annað þotulið sem hefur tök á að skreppa lauflétt úr vinnunni um miðjan dag til að dansa við Kaffibars-DJ’s,“ sagði María Lilja í gær.

Dansbylting á vinnutíma

Framkvæmdastjóri UN Women á Íslandi, Stella Samúelsdóttir, segir í viðtali við Vísi að markmið viðburðarins sé að sameina „ólíka hópa og dansa gegn kynbundnu ofbeldi“. Hún viðurkenndi þó að auðvitað geti ekki allir mætt en Milljarður rís stendur frá 12:15-13:00 á virkum degi.

„Algjörlega, þetta er vitundarvakning. Ef við tölum ekki við hvort annað, ef við ætlum að rífa allt niður, þá verður okkur lítið ágengt. Við erum að reyna að eiga samtal við fólk og vekja það til vitundar um stöðuna, það er það sem þessi viðburður gerir,“ segir Stella.

Sefa samvisku

Í dag svarar María Lilja gagnrýni sem hún hefur fengið vegna orða sinna í gær. Sú umræða hófst þegar Þorsteinn nokkur skrifaði athugasemd við færslu Maríu Lilju og sagði Fokk Ofbeldi húfurnar, sem eru á vegum sömu samtaka, gera álíka mikið gagn. „Þessu tengt eru svo FO-húfurnar, fyrirbrigði sem gerir ekkert gagn annað en að sefa einhverjar samvisku og skaffa einhverjum auglýsingastofum fullt af peningum,“ skrifaði Þorsteinn.

Því hafnar Harpa Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi: „„Gera ekkert gagn” – þarna safnast milljónir fyrir bágstaddar konur um allan heim – fjáröflunin svo nýtt í að gera málefni sýnileg. Spes nálgun að telja þetta gagnlaust.“

Lóðbeint í að framleiða varning

Þá bendir María Lilja á ársreikninga UN Women á Íslandi. „Ég fæ ekki betur séð en að sala varnings hrökkvi ekki einusinni fyrir kostnaði við fjáraflanir. Skv ársreikningi 2018 fengust: 21,8 m.kr. tekjur vegna söluvarnings. Kostnaður v. fjáröflunar var 35.8 m.kr,“ skrifar hún og bætir við:

„Heildarframlag til verkefna UN Women voru 107 m.kr. Og virðast þau því hafa komið frá einstaklingum í gegnum systralagið sem söfnuðu með frjálsum framlögum 116 m.kr. Til samanburðar voru heildarútgjöld félagsins 82.3 m.kr Reyndu ekki að halda því fram að þetta danspartí skili sér a einhvern hátt til bágstaddra.“

María Lilja segir að lokum að viðburðurinn geri ekkert fyrir bágstadda: „Var einhver að tala um mikilvægi milljarður rís fyrir bágstaddar konur? Ég fæ nefnilega ekki betur séð en að þetta renni lóðbeint í framleiða varning fyrir hvítar millistéttakonur.“

Rétt í þessu var greint frá því að viðburðinum yrði frestað. Ástæðan fyrir því var sögð slæm veðurspá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílslys á Vesturlandsvegi

Bílslys á Vesturlandsvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hakkar í sig pistil Önnu Karenar – „Erfitt að gera upp á milli hvort er verra, málfarið eða efnið“

Hakkar í sig pistil Önnu Karenar – „Erfitt að gera upp á milli hvort er verra, málfarið eða efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Ísland stefna í „útópíu sýklahrædda einfarans“

Segir Ísland stefna í „útópíu sýklahrædda einfarans“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikilvæg skilaboð frá landlækni – Þekkjum smitleiðirnar

Mikilvæg skilaboð frá landlækni – Þekkjum smitleiðirnar