fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Fréttir

Yfirlætislegur femínismi sagður gera lítið úr afreki Hildar – „Ég hata karlkyns-femínista“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 11:54

Hildur Guðnadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestum landsmönnum er kunnugt þá er Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaunahafi en hún vann verðlaunin fyrir tónlist sína í  kvikmyndinni Joker. Eftir Óskarsverðlaunahátíðina hefur verið mikil umræða um femínisma í tengslum við verðlaunin og hefur sigur Hildar mikið komið upp í tengslum við umræðuna.

„Skýrt dæmi um málamyndaaðgerð“

Fjölmiðillinn Variety fjallar til dæmis um Hildi í grein sinni um yfirlætislegan femínisma. Blaðamaður Variety kemur með dæmi um yfirlætislegan femínisma og nefnir atvikið þegar Chris Rock og Steve Martin gagnrýndu það að engin kona væri tilnefnd sem leikstjóri. Einnig nefna þau kynnana Brie Larsson, Gal Gadot og Sigourney Weaver en þær töluðu um það hvernig allar stelpur séu ofurhetjur.

Blaðamaðurinn segir að þetta tvennt hafi svosem verið í lagi en það hafði bara engin áhrif á hana. Ekki eins og ræða Hildar hafði áhrif á hana en blaðamanninum fannst það ekki þvingað eins og yfirlætislegi femínisminn í hinu sem hún nefnir. Hildur talaði frá hjartanu um það sem henni finnst skipta máli á meðan Chris Rock og Steve Martin gerðu bara grín að því að engin kona hafi verið tilnefnd í flokki leikstjóra með því að segja að það vantaði píkur.

Fjölmiðillinn Daily Beast tekur í sömu strengi og Variety og gagnrýnir tríóið sem kynnti Hildi einnig. „Þær lásu einhvern drýgindalegan, samhengislausan texta sem var þó með góðum ásetningi,“ segir blaðamaður Daily Beast.  „Síðan kynntu þær Eimear Noone, fyrstu konuna til að stýra hljómsveit á Óskarsverðlaunahátíðinni,““ segir blaðamaðurinn þá og gagnrýnir að Noone hafi bara stýrt hljómsveitinni fyrir ein verðlaun, bestu tónlistina. „Þetta var skýrt dæmi um málamyndaaðgerð (e. tokenism), á meðan við sjáum hana þá getur hún stjórnað hljómsveitinni.“

„Mér er sama hver gerir listina, á meðan hún er góð“

Það eru þó ekki bara fjölmiðlar sem tala um Hildi í tengslum við femínisma en lífríkar umræður hafa myndast á samfélagsmiðlinum Reddit í kjölfar sigurs hennar. Þar er deilt tísti þar sem einhver segist einungis vera ánægður með árangur Hildar vegna þess að hún er kona, ekki af því að hún er frábær pródúsent. Netverjar koma Hildi til varnar og eru vægast sagt pirraðir með tístið.

„Pældu í því að einhver segi að tónverkið hennar sé hræðilegt en skipta síðan um skoðun bara því hún er kona,“ segir einn en margir eru reiðir yfir því að Hildi sé ekki hampað vegna snilldar sinnar heldur einungis vegna þess að hún er kona. „Þetta sýnir okkur bara að fólki er sama um listina nú til dags. Þegar ég heyrði tónlistina í Joker þá hugsaði ég hvað hún var alveg frábær, hugsunin um af hvaða kyni fór ekki einu sinni í gegnum hausinn minn. Ég var bara agndofinn því það er það sem listin snýstt um. Mér er sama hver gerir listina, á meðan hún er góð.“

„Ég er viss um að Hildi finnist það frábært að þú látir það sem er á milli fótana hennar skipta meira máli en öll árin af striti og erfiði sem það tók hana að ná þessum afrekum,“ segir þá maður nokkur í athugasemd við tístið. Ekki eru þó allir jafn rökfastir. „Ég hata karlkyns-femínista,“ segir einn netverji einfaldlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gul viðvörun og suðaustansuddi á leiðinni

Gul viðvörun og suðaustansuddi á leiðinni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Úber rasískur“ pistill í Morgunblaðinu veldur úlfúð – „Er hún opinberlega að peppa nasisma?“

„Úber rasískur“ pistill í Morgunblaðinu veldur úlfúð – „Er hún opinberlega að peppa nasisma?“
Fréttir
Í gær

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði
Fréttir
Í gær

Rúmlega helmingur nýsmitaðra ekki í sóttkví

Rúmlega helmingur nýsmitaðra ekki í sóttkví
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tæknilegur klaufaskapur Þorbjarnar opinberar aðkomu hans að gagnasöfnun fyrir kæru Samherja

Tæknilegur klaufaskapur Þorbjarnar opinberar aðkomu hans að gagnasöfnun fyrir kæru Samherja
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál