Miðvikudagur 19.febrúar 2020
Fréttir

Sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni – Stúlkan brotnaði saman og sagði alla söguna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið sakfelldur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir kynverðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Þegar stúlkan var níu eða tíu ára og var á heimili ákærða áreitti hann stúlkuna á meðan hún svaf. Hann tók buxur og nærbuxur niður um hana og strauk kynfæri hennar á meðan hún svaf en stúlkan vaknaði við brot ákærða og hætti hann þá.

Maðurinn var sakfelldur fyrir þetta brot en hann var ákærður fyrir tvö önnur brot gegn stúlkunni:

Þegar stúlkan var 11 til 12 ára á hann að hafa látið hana sitja í fangi sínu er hann leyfði henni að keyra bíl sinn og á meðan haft hendur sínar undir buxnastreng hennar og strokið brjóst hennar innanklæða.

Árið 2014, þegar stúlkan var 16 ára, á hann að hafa farið á þáverandi heimili þeirra í Reykjavík inn í herbergi þar sem stúlkan, dregið niður hlýrabol hennar og þannig berað á henni brjóstin.

Árið 2017 brotnaði stúlkan saman og greindi móður sinni frá meintum afbrotum mannsins. Maðurinn var um skeið í sambúð með móður stúlkunnar en sambandið var stormasamt vegna framhjáhalds mannsins. Skýrslur sálfræðinga sem stúlkan fór í viðtöl til styrktu framburð hennar.

Maðurinn neitaði afbrotunum fyrir dómi. Hins vegar hafði hann við lögregluyfirheyrslu ekki neitað afdráttarlaust að hafa framið fyrstnefnda brotið. Varð það til þess að hann varð sakfelldur fyrir það, þ.e.a.s. fyrir að hafa tekið niður buxur og nærbuxur stúlkunnar er hún svaf og strokið kynfæri hennar. Hann var hins vegar sakfelldur af ákæru um hin tvö afbrotin þar sem þau töldust ekki fullsönnuð.

Maðurinn var dæmdur í fimm mánaða skilborðsbundið fangelsi. Hann var auk þess dæmdur til að greiða stúlkunni 500.000 krónur í skaðabætur og um 1.200 þúsund krónur í málsvarnarlaun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kristín Soffía berst fyrir heitari laug í Laugardalnum: „Ég fór út í pólitík með það eitt að leiðarljósi“ – Hjálmar brást strax við

Kristín Soffía berst fyrir heitari laug í Laugardalnum: „Ég fór út í pólitík með það eitt að leiðarljósi“ – Hjálmar brást strax við
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ný vending í íslensku morðmáli – Var Þráinn viðriðinn málið? – „Ég var bara krakki“

Ný vending í íslensku morðmáli – Var Þráinn viðriðinn málið? – „Ég var bara krakki“
Fréttir
Í gær

Horft til Íslands með staðsetningu nýrrar ofurtölvu bresku veðurstofunnar

Horft til Íslands með staðsetningu nýrrar ofurtölvu bresku veðurstofunnar
Fréttir
Í gær

Draumabrúðkaup Daníels við Kleifarvatn endaði á pizzastað – „Ég trúði því ekki að þú myndir reyna að svíkja og pretta“

Draumabrúðkaup Daníels við Kleifarvatn endaði á pizzastað – „Ég trúði því ekki að þú myndir reyna að svíkja og pretta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendi móður 16 ára stúlku nektarmyndir og hótaði stúlkunni

Sendi móður 16 ára stúlku nektarmyndir og hótaði stúlkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birgir ósáttur með bruðlið: Milljarðana ætti frekar að nota í fjársvelt heilbrigðiskerfið – „Málið er óþægilegt fyrir hann“

Birgir ósáttur með bruðlið: Milljarðana ætti frekar að nota í fjársvelt heilbrigðiskerfið – „Málið er óþægilegt fyrir hann“