fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Fréttir

Ynda fór á spítala í Bretlandi – Fékk engan reikning: „Í móttökunni beið okkar EKKI gjaldkeri í hjúkrunarbúningi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. febrúar 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ynda Eldborg lýsir muninum á íslensku og bresku heilbrigðiskerfi í færslu sem hún birtir innan Facebook-hópsins Stéttarbaráttan. Hún segir breska spítala margfalt betri en þá íslensku.

Ynda segist hafa farið á spítala því barnabarn hennar slasaði sig. „Í dag fór ég með dóttur minni og barnabarni mínu sem slasaðist í skólanum á slysadeild/bráðamóttöku Queens Medical sjúkrahússins í Nottingham. Ég vissi ekki á hverju var von öðru en biðstofu með langbekkjum, hvítum köldum veggjum og tilviljanakenndum myndum á veggjum. -En vitiði bara hvað? Á leiðinni sagði dóttir mín mér að á spítalanum væri sérstök slysadeild fyrir börn. Ég varð orðlaus en sagði „Vá en frábært!“,“ lýsir Ynda.

Sjá einnig: Jóhann fór á spítala á Spáni: Allt ferlið tók innan við klukkutíma – Segir Íslendinga geta lært mikið

Hún segir að ólíkt Íslandi þá tók gjaldgeri ekki á móti þeim. „Þegar við komum í móttökuna beið okkar EKKI gjaldkeri í hjúkrunarbúningi til að taka niður atriði um meiðsl barnsins heldur hjúkrunarmaður sem tók niður aðalatriði varðandi meiðslin. OKKUR VAR EKKI AFHENTUR REIKNINGUR. Síðan kom hjúkrunarfræðingur með armband merkt barninu og tók niður fleiri atriði og vísaði okkur inná biðstofu sem var sniðin að þörfum barna. Litríkir stólar, bækur, leikföng og blöð, myndir og fróðleikur um heilbrigðismál á litríkum spjöldum og 2 fiskabúr,“ segir Ynda.

Sem betur fer kom í ljós að barnið var ekki alvarlega slasað. „Þar biðum við eftir aðstoð sérfræðinga sem brátt birtust til að gera frumskýrslu um meiðslin. Að því loknu var aftur farið í biðstofuna og beðið eftir lækni til að framkvæma lokagreiningu og ráðleggja.um meðferð. Það gekk vel og í ljós kom að barnið var ekki alvarlega slasað og að verkjalyf í nokkra daga myndu koma barninu á réttan kjöl aftur. Það var okkur öllum léttir og barnið fékk að velja sér límmiða fyrir dugnaðinn,“ segir Ynda.

Hún telur svo upp það sem skipti sköpum: „Fyrir utan frábæra og hraðvirka fyrirmyndar aðstoð við barnið þá skiptir eftirfarandi ekki síður miklu máli:

-Það var ekki rukkari við dyrnar

-Það var hugsað um þarfir barna með leikföngum, bókum og annarri afþreyingu til að dreifa huga þeirra og aðstandenda frá veikindum.

-Sem betur fer hefur verkalýðsfélögum og öllum almenningi á Bretlandi tekist að verjast ásókn auðvalds og einkavæðingar og tryggt að allir borgarar eigi greiðan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu þar sem ekki eru rukkarar og gjaldskrár við hvert þrep meðferðarinnar.“

Að lokum segir Ynda að Íslendingar ættu að horfa til Breta hvað þessi mál varða: „Enn hefur góðum Bretum tekist að tryggja réttlátan aðgang að heilbrigðisþjónustu þó hart sé að henni vegið. Þegar þetta er borið saman við það sjúkrainnheimtukerfi sem ríkir á Íslandi hafa Bretar ennþá vinninginn og þarna er nægt efni til að sækja innblástur í fyrir þá sem berjast fyrir ókeypis aðgangi að heilbrigðisþjónustu og hugulsemi í garð barna sem koma á slysadeildir“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Íslendingar umburðarlyndari gagnvart innflytjendum en áður

Íslendingar umburðarlyndari gagnvart innflytjendum en áður
Fréttir
Í gær

Sýnatökur gærdagsins metnar á 50 milljónir – Ekki búið að gefa út gjaldskrá  

Sýnatökur gærdagsins metnar á 50 milljónir – Ekki búið að gefa út gjaldskrá  
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn um starfsmennina sem hættu fyrirvaralaust – „Flestir segja að ég eigi að hýrudraga þær“

Fiskikóngurinn um starfsmennina sem hættu fyrirvaralaust – „Flestir segja að ég eigi að hýrudraga þær“
Fréttir
Í gær

Segir að faðirinn og jafnvel móðirin verði pyntuð í Egyptalandi

Segir að faðirinn og jafnvel móðirin verði pyntuð í Egyptalandi
Fréttir
Í gær

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskikóngurinn ósáttur við framkomu starfsmanna sinna: „Látum sumt starfsfólk traðka á okkur“

Fiskikóngurinn ósáttur við framkomu starfsmanna sinna: „Látum sumt starfsfólk traðka á okkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“