fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
Fréttir

Alexandra segir mikilvægt að sum börn fái að hægja á kynþroska sínum – „Ég skil að vera uggandi með þess háttar inngrip“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. febrúar 2020 14:51

Alexandra Briem varaborgarfulltrúi. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Briem, varaborgarfulltrúi Pírata og transkona, veltir fyrir sér málefni transbarna í færslu á Facebook. Málefni þykir umdeilt og sitt sýnist hverjum. Alexandra segist skilja að sumir séu uggandi yfir slíku inngripi þá geti það hæglega verið verra að gera ekkert.

„Ég horfði á fyrsta þáttinn af ‘Trans Börn’ í gær á stöð 2. Það var viss lífsreynsla. Ég tengdi alveg rosalega mikið við svo margt sem þar kom fram, en á sama tíma er svo augljóst að ég ólst upp á öðrum tímum. Það slær mig hvað þessi ótrúlegu börn eru hugrökk, og hvað þau eru ákveðin í sinni sjálfsþekkingu. Það tók mig langan tíma að átta mig á nákvæmlega hvað ég var að burðast með, lengri tíma að sætta mig við það og enn lengri tíma að takast á við það. Þau eru svo miklu betri í þess,“ segir Alexandra.

Óbætanlegur skaði

Hún segir mikilvægt að almenningur skilji mikilvægi þess að hægja á kynþroska barna. „En, það sem við sem komum á undan getum gert, er að styðja þau í baráttunni og deila okkar reynslu. Hún getur verið gagnleg og hún getur verið víti til varnaðar. Eitt af því sem ég tengdi hvað mest við var umræðan um að hægja á kynþroska fæðingarkynsins, áður en hann gengur of langt. Ef það er eitthvað sem ég get komið til skila í þessa umræðu, þá er það mikilvægi þess að mega grípa inn í áður en það ferli veldur því sem er fyrir trans einstaklingnum óbætanlegur skaði,“ segir Alexandra.

Hún segir að fyrir transbörn sé kynþroski óafturkræfur. „Ég skil að vera uggandi með þess háttar inngrip, af því fólk er í grunninn efins um hvort börnin muni svo skipta um skoðun og vera þá búið að framkvæma óafturkræfa breytingu. En kynþroskinn er óafturkræf breyting ef ekkert er að gert, og mjög sársaukamikil fyrir fólk sem er í þessum sporum. Og það að grípa ekki inn í er nákvæmlega jafn slæmt og fólk sem er á móti því ímyndar sér að inngripið myndi vera,“ segir Alexandra.

Nauðsynleg skilaboð

Hún segir það miður en þó nauðsynlegt að börn þurfi að ræða slíkt einkamál. „Mér finnst að vissu leiti sorglegt að börn eins og Gabríela og Alex og fleiri þurfi að stíga fram með þessum hætti, verða hluti af opinberu umræðunni með eitthvað sem er í sínu eðli mikið einkamál. En það er kannski einmitt nauðsynlegt til að koma þeim skilaboðum til skila að það að vera trans er ekki eitthvað ótrúlega skrítið, við erum þrátt fyrir allt bara venjulegt fólk og viljum bara fá að vera við sjálf,“ segir Alexandra.

Hún óskar að lokum þessum börnum alls hins besta. „Eitt sem lendir næstum óstjórnlega í fanginu á trans fólki sem verður opinberar persónur, er að takast á við spurninguna hvernig maður sé fulltrúi þessa litla en viðkvæma hóps, án þess að hafa verið valin til þess, og án þess heldur að vilja að það sé það eina sem skilgreini manneskjuna. Því er erfitt að svara, en ég lít svo á að þó svo mín kynslóð þurfi ennþá að pæla í þessu og það sé að vissu leiti okkar hlutverk sem erum á útopnu að sýna að við erum bara hluti af flóru mannlífsins, þá hlýtur markmiðið að vera það að komandi kynslóðir þurfi þess ekki. Ég hlakka til að sjá næsta þátt, og óska þessum hugrökku börnum og fjölskyldum þeirra alls hins besta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Siggi missti móður sína í sumar – „Ég öskraði og vissi ekki hvað ég átti við mig að gera“

Siggi missti móður sína í sumar – „Ég öskraði og vissi ekki hvað ég átti við mig að gera“
Fréttir
Í gær

76 manns smituðust í gær – Lang stærsti dagurinn til þessa

76 manns smituðust í gær – Lang stærsti dagurinn til þessa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæra gefin út vegna brunans á Bræðraborgarstíg

Ákæra gefin út vegna brunans á Bræðraborgarstíg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

21 smit í gær, þar af aðeins 7 í sóttkví – 2 eru nú á sjúkrahúsi

21 smit í gær, þar af aðeins 7 í sóttkví – 2 eru nú á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Alvarlegt spennuslys í Önundarfirði – Maður á leið til Reykjavíkur með sjúkraflugi

Alvarlegt spennuslys í Önundarfirði – Maður á leið til Reykjavíkur með sjúkraflugi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kýldi og hótaði eiginkonu sinni ítrekað og fékk skilorð – „Einlæg iðrun“ metin til refsilækkunar

Kýldi og hótaði eiginkonu sinni ítrekað og fékk skilorð – „Einlæg iðrun“ metin til refsilækkunar