fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Fullyrðingar Björns í World Class rangar – Svona margir hafa smitast í líkamsræktarstöðvum

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 18:00

Björn Leifsson. Fréttablaðið/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað,“ sagði Björn Leifsson sem kenndur er við World Class líkamsræktarstöðina í samtali við Vísi í lok október.

Ríkislögreglustjóri hefur nú sýnt fram á að þessi fullyrðing um að engin smit séu rakin í stöðvarnar sé röng. Vísir sendi fyrirspurn varðandi málið og fram kom í skriflegu svari við fyrirspurninni að 36 bein Covid-19 smit hafi veirð rakin til líkamsræktarstöðva. Þá kom einnig fram að heildarfjöldi afleiddra smita væru 74 talsins.

Mikill fjöldi smitaðist við hnefaleikahæfingar hjá VBC í Kópavogi í október en 84 smituðust þar. Þær tölur er ekki teknar með í töluna sem ríkislögreglustjóri gaf Vísi varðandi smit í líkamsræktarstöðvum.

Mun færri smit tengjast sundlaugunum

Stefnt er á að opna sundlaugar landsins á morgun og hafa margir bent á fáránleika þess að opna sundlaugar en ekki líkamsræktarstöðvar. Miðað við upplýsingarnar frá ríkislögreglustjóra hafa þó mun færri smit komið upp í tengslum við sundlaugar. Einungis fimm bein smit eru rakin til sundlauga og eru afleidd smit tuttugu talsins.

Jóhann K. Jóhannesson, samskiptastjóri Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, benti á það í skriflega svarinu til Vísis að tölurnar væru birtar með þeim fyrirvara að sjaldnast er 100% vissa um það hvar einstaklingar smitast. Hann benti einnig á að hafa þurfi í huga að ekki hefur tekist að rekja öll þau smit sem upp hafa komið hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband