fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Trump dregur herlið Bandaríkjahers heim frá Sómalíu – Á 46 daga eftir í embætti

Heimir Hannesson
Laugardaginn 5. desember 2020 20:00

Bandarískir hermenn í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu mynd/army.mil

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað Bandaríkjaher að draga þá hermenn sem eftir eru í Sómalíu til baka úr landinu. Guardian greindi frá í morgun.

Samkvæmt frétt The Guardian er um að ræða 700 hermenn sem staðsettir eru í Sómalíu. Á næstu mánuðum munu þeir all flestir snúa heim en samkvæmt tilkynningu bandaríska varnarmálaráðuneytisins mun hluti þeirra flytjast til bandarískra herstöðva í nágrannaríkjum Sómalíu.

Ákvörðun Donalds Trumps er ein fjölmargra sem hafa með utanríkisstefnu Bandaríkjanna að gera og tekin er á síðustu vikum hans í embætti.

Í tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins segir að aðgerðin marki ekki breytingu á utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Afríku og að Bandaríkin muni áfram styðja við baráttuna gegn öfgahreyfingum á svæðinu. Herlið Bandaríkjanna í Sómalíu hefur aðstoðað yfirvöld í landinu við baráttuna við sómalíska sjóræningja, sem herjað hafa á flutningaskip á svæðinu um langa hríð, og hryðjuverkasamtökin Al-Shabaab. Al-Shabaab hafa náin tengsl við Al-Qaeda og bera ábyrgð á fjölda hryðjuverkaárása í álfunni undanfarin ár.

Heimamenn hafa þegar biðlað til Joe Biden, verðandi forseta, um að snúa ákvörðun Trumps við þegar hann tekur við keflinu í janúar. Hefur Guardian eftir herforingjanum Ahmed Abdullahi Sheikh sem meðal annars hefur stýrt sérsveit sómalíska hersins, Danab, að ákvörðun Trumps gæti haft geigvænlegar afleiðingar í baráttunni við hryðjuverkasamtökin.

Bandarískir sérfræðingar í málefnum Sómalíu hafa slegið á sömu strengi í kjölfar ákvörðunarinnar. Sagði Tricia Bacon, fyrrum sérfræðingur í baráttunni við hryðjuverkaógnina í Sómalíu, að Al-Shabaab muni sjá brotthvarf Bandaríkjahers sem mikinn sigur, enda markmið þess að hrekja erlend öfl úr Sómalíu. Sagði hún enn fremur að betur færi á að svona ákvarðanir væru teknar af nýjum forseta frekar en þeim sem á útleið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband