fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Risastórt skilyrði hjá Neymar – Ætlar ekki að skrifa undir nema PSG kaupi þessa stjörnu

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 5. desember 2020 16:45

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnustjarnan Neymar, sem leikur með Paris Saint-Germain í Frakklandi, ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning við frönsku risana nema Lionel Messi, fyrirliði Barcelona, gangi til liðs við félagið. Frá þessu greina miðlar á meginlandinu.

Undanfarna 18 mánuði hefur Neymar verið sagður vera á förum frá Frakklandi en þá skrapp Neymar frá til að æfa með gamla liðinu sínu, Barcelona. Neymar virðist sakna Messi mikið þar sem hann vill ekki spila áfram með PSG nema Messi komi til hans.

Á sama tíma er framtíð Messi í óvissu. Samningur hans við Barcelona rennur út næsta sumar og hann var næstum því farinn frá liðinu í sumar eftir rifrildi við fyrrum forseta félagsins, Josep Maria Bartomeu. Ef Messi gengur til liðs við PSG á næsta ári verða það svo sannarlega ein stærstu kaup síðari ára í knattspyrnuheiminum.

„Það sem ég vil mest af öllu er að fá að spila aftur með Messi, að njóta þess að vera með honum á vellinum á ný,“ sagði Neymar í viðtali eftir sigur PSG gegn Manchester United í vikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr þjónustusamningur við Sólheima

Nýr þjónustusamningur við Sólheima
Fréttir
Í gær

Anna Kristjáns: Þess vegna eru íbúar á Tenerife búnir að fá nóg af túristum

Anna Kristjáns: Þess vegna eru íbúar á Tenerife búnir að fá nóg af túristum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“