fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Lögregla kannar ábendingu um 16 manna hóp á sýningu í miðborginni

Heimir Hannesson
Laugardaginn 5. desember 2020 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla kannar nú hugsanlegt brot á sóttvarnareglum í miðborg Reykjavíkur. Um er að ræða ábendingu um að 16 manns væru saman komnir á „ákveðna sýningu,“ í borginni.

Þetta er eitt fjölmargra verkefna lögreglunnar nú í morgun, en nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni síðan í gærkvöldi.

Frá klukkan 17:00 í gær og til 5 í morgun skráði lögreglan 84 færslur í dagbók sína og voru 11 aðilar vistaðir í fangageymslum fyrir ýmis brot í nótt. Þá sagði lögreglan í tilkynningu til fjölmiðla að hún hafi heimsótt marga veitingastaði til að kanna Covid ráðstafanir þar á bæ og voru flestir með sitt á hreinu. Einhverjir þurftu þó að gera betur, að því er kemur fram í tilkynningunni.

Í dag hefur lögreglan svo sinnt útköllum vegna grunsamlegra mannaferða í Skipasundi, logandi ruslatunnu á Skólavörðustíg, akstur undir áhrifum fíkniefna og vinnuhávaða frá byggingasvæði, svo eitthvað sé nefnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Í gær

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið
Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí