Föstudagur 05.mars 2021
Fréttir

Jón Steinar segir niðurstöðu MDE fráleita – „Hvaða vitleysa er þetta?“

Heimir Hannesson
Laugardaginn 5. desember 2020 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar fer hörðum orðum um nýfallinn dóm Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í aðsendri grein í Morgunblaðið í dag. Dómurinn fjallar, sem frægt er orðið, um skipun dómara í Landsrétt. Niðurstaða dómstólsins er, að mati Jóns, „fráleit,“ og er til marks um „afskipti eða inngrip“ í fullveldi þjóðarinnar.

Jón Steinar færir þau rök fyrir sínu máli að farið hafi verið eftir íslenskum lögum þegar Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði dómarana í embætti. Dómararnir sem Sigríður skipaði voru allir metnir hæfir. Sigríður lagði svo tillögu fyrir Alþingi um skipan 15 dómara. Dómararnir 15 voru hinsvegar ekki þeir 15 hæfustu samkvæmt matsnefndinni.

Jón Steinar víkur að þessu atriði:

Hvergi var kveðið á um neina skyldu ráðherrans til að gera tillögu um einhver tiltekin dómaraefni. Fyrir lá niðurröðun dómnefndar á umsækjendum í excelskjalinu fræga, sem er líklega vitlausasta matsgerð sem þekkst hefur í málum af þessu tagi. Hvergi var kveðið á um að fara eftir þeirri uppröðun.

Eins og þekkt er samþykkti Alþingi tillögu Sigríðar óbreytta. Jón rifjar þá einnig upp að Alþingi hafi haft rétt á og tækifæri til þess að óska eftir því að greidd yrðu atkvæði um hverja tilnefningu fyrir sig. Það tækifæri nýtti enginn þingmaður og voru atkvæði því greidd um listann í heild með einni atkvæðagreiðslu. Forseti Íslands staðfesti svo þá afgreiðslu þingsins. „Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómarinn væri réttilega kominn í embætti,“ segir Jón svo.

Jón heldur áfram:

Það er eins og MDE hafi verið að leita að tilbúnum ástæðum til að finna eitthvað athugavert við skipun þessa dómara í embætti. Manni gæti helst dottið í hug að einhver dómaranna við réttinn hafi þekkt kæranda eða lögmann hans, ef maður vissi ekki að sjónarmið af þessu tagi koma auðvitað ekki til greina hjá svona virðulegri stofnun eins og dómstóllinn er.

Jón er bersýnilega ósammála MDE um að rannsóknarregla hafi verið brotin. Jón segir ráðherra hafi haft umsóknir allra umsækjenda í hendi sér. „Var verið að efast um að hann hefði lesið umsóknirnar?“

„Hvaða vitleysa er þetta?“ spyr Jón. „Er ekki augljóst að þetta eru tylliástæður sem engu vatni halda?

Jón gerir sér svo efnisleg atriði málsins sem MDE fjallar um að bráð sinni þegar hann rifjar upp að málið fjallaði um brot á umferðarlögum sem ákærði hafði játað. „Voru reglur um hlutlausa meðferð máls brotnar með því að refsiákvörðunin var ákveðin af þrautreyndum afbragðsdómara með áratuga langa starfsreynslu?“

Þegar dómstóllinn ytra kemst að svona niðurstöðu er hann að brjóta freklega gegn fullveldi Íslands. Þessi erlenda stofnun hefur engan afskiptarétt af efni íslenskra lagareglna um skipun dómara, svo lengi sem í þeim reglum felst ekki í sjálfum sér beint brot á réttindum sakbornings, til dæmis með því að láta verjanda hans eða eiginkonu dæma.

Skrifar Jón áfram:

Svo er eins og hjartað sígi ofan í buxur hjá flestum Íslendingum þegar þessi erlendu fyrirmenni hafa sent frá sér valdskotna ákvörðun sína sem enga stoð hefur í lögskiptum okkar við þá. Í stað þess að velta vöngum yfir því hvernig bregðast skuli við ofbeldinu með undirgefnum ráðstöfunum ættu landsmenn að hvetja forráðamenn þjóðarinnar til að mótmæla þessari aðför hástöfum og gera grein fyrir því, sem augljóst ætti að vera, að við lútum ekki ríkisvaldi úr höndum þessarar stofnunar á borð við það sem nú var að okkur rétt.

Sjálfstætt og fullvalda ríki lætur ekki bjóða sér slíkt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Forsætisráðherra Íslands fer á kostum – Þrasar í verslunum og var „vippað“ af Angelu Merkel

Forsætisráðherra Íslands fer á kostum – Þrasar í verslunum og var „vippað“ af Angelu Merkel
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bókmenntasamfélagið á hliðinni í kjölfar umfjöllunar á Rás 1 – „Jæja gamli… ég myndi nú bara eyða þessu“

Bókmenntasamfélagið á hliðinni í kjölfar umfjöllunar á Rás 1 – „Jæja gamli… ég myndi nú bara eyða þessu“
Fréttir
Í gær

Verkstjóri fær ekki bætur eftir að mótor féll á höfuð hans – Lögregla og sjúkralið komu á vettvang

Verkstjóri fær ekki bætur eftir að mótor féll á höfuð hans – Lögregla og sjúkralið komu á vettvang
Fréttir
Í gær

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“
Fréttir
Í gær

Öflugur jarðskjálfti í morgun en enginn órói í bili

Öflugur jarðskjálfti í morgun en enginn órói í bili