fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Fréttir

Víði versnar og var sendur í rannsóknir á Landspítala

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 4. desember 2020 14:52

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, hefur verið kallaður inn á Covid-göngudeild Landspítalans. Hann greindist smitaður af kórónuveirunni í síðustu viku og hefur líðan hans farið versnandi undanfarna daga. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Samkvæmt Jóhanni K. Jóhannssyni, samskiptastjóra almannavarnardeildar,  hóstar Víðir mikið og hefur verið flokkaður sem „gulur“ af læknum, en gulur þykir alvarlegri en grænn en ekki eins alvarlegur og rauður. Gulir sjúklingar gætu þó þurft á innlögn að halda.

„Hann var kallaður inn á deildina í morgun, þar sem honum hafði hrakað, sem sneri þá mest að lungunum og súrefnismettuninni. Nú er hann að kynnast því af eigin rauð hversu vel er haldið utan um fólk sem þarf að ganga í gegnum þessi veikindi,“ sagði Jóhann í samtali við RÚV. Víðir mun þó vera brattur miðað við aðstæður og von á því að hann fái að fara heim síðar í dag að loknum rannsóknum.

Uppfært: 15:15 

Víðir Reynisson er kominn heim aftur eftir skoðun á COVID-göngudeild. Hann var með einkenni í lungum en að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar ber hann sig vel. Göngudeild COVID-19 mun áfram fylgjast vel með honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tvöföld skimun orðin skylda á landamærunum

Tvöföld skimun orðin skylda á landamærunum
Fréttir
Í gær

Guðmundur Felix vaknaður eftir aðgerðina – „Hann hefði ekki getað gert þetta án ykkar“

Guðmundur Felix vaknaður eftir aðgerðina – „Hann hefði ekki getað gert þetta án ykkar“
Fréttir
Í gær

Vinkona árásarþola ræðir við DV – „Ekki réttlátt að það sé verið að drulla yfir okkur á kommentakerfum“

Vinkona árásarþola ræðir við DV – „Ekki réttlátt að það sé verið að drulla yfir okkur á kommentakerfum“
Fréttir
Í gær

Guðmundur vonsvikinn – „Pirrar mann að sjá þennan fjölda af mistökum“

Guðmundur vonsvikinn – „Pirrar mann að sjá þennan fjölda af mistökum“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Elís sendi virkilega grófar hótanir á barnsmóður sína – Gengur nú laus – „Hversu lengi þarf ég að vera hrædd?“ spyr hún

Guðmundur Elís sendi virkilega grófar hótanir á barnsmóður sína – Gengur nú laus – „Hversu lengi þarf ég að vera hrædd?“ spyr hún
Fréttir
Í gær

Sæmundur í sparifötunum allur – Ekkert fékkst upp í 47 milljóna kröfur

Sæmundur í sparifötunum allur – Ekkert fékkst upp í 47 milljóna kröfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir mjög slæmt að COVID-19-smit hafi komið upp á blóð- og krabbameinslækningadeild

Segir mjög slæmt að COVID-19-smit hafi komið upp á blóð- og krabbameinslækningadeild
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir viðurkenna að hafa reynt að fara sömu leið og Ísland við öflun bóluefnis

Danir viðurkenna að hafa reynt að fara sömu leið og Ísland við öflun bóluefnis