fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Faldi lambahryggi undir úlpunni á leið út úr verslun – Meintir innbrotsþjófar handteknir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. desember 2020 07:03

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda tímanum í gær var tilkynnt um þjófnað úr verslun á Seltjarnarnesi. Þar hafði maður reynt að stela tveimur lambahryggjum með því að fela þá undir úlpu sinni. Hann missti hryggina þegar hann yfirgaf verslunina. Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Vesturbænum. Par var handtekið á vettvangi, grunað um aðild að innbrotinu. Það var vistað í fangageymslu.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi komu þrír menn inn í verslun í Laugarhverfi. Tveir versluðu en sá þriðji fór út með vörur sem hann greiddi ekki fyrir. Öryggishlið gaf frá sér merki þegar hann fór út og fór starfsmaður á eftir manninum og náði hluta af vörunum. Maðurinn komst undan með félögum sínum í bifreið sem beið fyrir utan. Málið er í rannsókn.

Fjórir ökumenn voru handteknir, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi