fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
Fréttir

Gjaldþrot tannlæknastofu á Hverfisgötu – Fasteignakaup grófu undan starfseminni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 11:30

Erlend tannæknastofa, Mynd: Getty. Tengist frétt ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í Tannlæknastofu Sólveigar Þ sem fékk nýtt heiti fyrr á árinu, Grænn laugardagur. Engar eignir fundust í búinu en lýstar forgangskröfur voru 1.517.3486 kr.

Greint er frá þessu í Lögbirtingablaðinu. Samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra var stærsta einstaka krafan frá tollstjóra, tæpar 90 milljónir króna vegna vangoldinna opinberra gjalda. Tvær kröfur háar kröfur voru vegna lánasamninga við bankastofnanir.

Samkvæmt heimildum DV voru það fasteignakaup að Hverfisgötu 105 sem grófu undan rekstri stofunnar og fjárhagserfiðleikar leiddu til vanskila.

Búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrkskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 2. maí 2018. Í Lögbirtingablaðinu segir:

„Greiddur var upp kaupleigusamningur vegna tannlæknastóla með eftirstöðvar uppá kr. 7.827.898 og afhent gashylki skv. 109. gjaldþrotaskiptalaga að virði 188.918. Skiptakostnaður var að hluta endurgreiddur með eigum búsins. Hins vegar fengust ekki greiðslur uppí lýstar forgangskröfur að fjárhæð kr. 1.517.3486, almennar kröfur að fjárhæð kr. 34.313.569 eða eftirstæðar kröfur að fjárhæð kr. 29.760 auk áfallandi vaxta skv. vaxtalögum frá og með úrskurðardegi gjaldþrotaskipta.
Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið 17. ágúst 2020 samkvæmt 155. gr. laga nr. 21/1991 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnandi viðskiptavinur henti vörum um öll gólf verslunar – Hnuplarar staðnir að verki

Ógnandi viðskiptavinur henti vörum um öll gólf verslunar – Hnuplarar staðnir að verki
Fréttir
Í gær

Morðið í Sandgerði – Búið var að breiða yfir líkið á stofusófanum

Morðið í Sandgerði – Búið var að breiða yfir líkið á stofusófanum
Fréttir
Í gær

Fingralangur nágranni frá helvíti – Sagður hafa látið til skarar skríða í Hlíðunum og Hafnarfirði

Fingralangur nágranni frá helvíti – Sagður hafa látið til skarar skríða í Hlíðunum og Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Skötufirði – Safnað fyrir föðurinn

Harmleikurinn í Skötufirði – Safnað fyrir föðurinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í bíl og rúðubrot í miðborginni

Eldur í bíl og rúðubrot í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zuistabræðurnir og pizzusalarnir sakaðir um stuld – „Vá þetta er svo í stíl við þessa svikahrappa“

Zuistabræðurnir og pizzusalarnir sakaðir um stuld – „Vá þetta er svo í stíl við þessa svikahrappa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögð hafa stolið fartölvu af skrifstofu Pelosi fyrir rússnesku leyniþjónustuna – Er nú eftirlýst af FBI

Sögð hafa stolið fartölvu af skrifstofu Pelosi fyrir rússnesku leyniþjónustuna – Er nú eftirlýst af FBI
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stillti símanum upp og tók myndband af barnungum stelpum skipta um föt

Stillti símanum upp og tók myndband af barnungum stelpum skipta um föt