fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Réttarhöld yfir meintum morðingja á Bræðraborgarstíg verða opin

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti á þriðjudaginn úrskurð héraðsdóms um að hafna kröfu verjanda Marek Moszczynski um að loka hluta þinghaldsins í máli ákæruvaldsins gegn honum á meðan geðlæknar gæfu skýrslur við aðalmeðferð málsins. Marek er í ákæru héraðssaksóknara sagður hafa kveikt í Bræðraborgarstíg 1 á nokkrum stöðum og valdið þannig dauða þriggja einstaklinga og gert tilraun til að drepa aðra tíu.

Við þingfestingu málsins kom fram krafa Stefáns Karls Kristjánssonar um lokað þinghald sem tekin var til umfjöllunar og loks hafnað af héraðsdómara. Þeim úrskurði var svo áfrýjað til Landsréttar sem hefur nú, sem fyrr segir, staðfest úrskurð héraðsdóms. Nú er því ljóst að réttarhöldin yfir Marek verða opin. Bæði fulltrúi ákæruvaldsins, Kolbrún Benediktsdóttir aðstoðarhéraðssaksóknari, sem og réttargæslumaður fórnarlamba og aðstandenda þeirra látnu mótmæltu kröfu Stefáns Karls.

Í niðurstöðu Landsréttar í málinu segir:

Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 8. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, skulu dómþing háð í heyranda hljóði. Frá því má þó víkja, meðal annars til að gæta hagsmuna málsaðila, sbr. a. lið 1. mgr. 10. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 2. mgr. þeirrar greinar, þar sem dómara er veitt heimild til að ákveða að þinghöld í sakamáli skuli vera lokuð til hlífðar sakborningi. Um er að ræða undantekningu frá fyrrgreindri meginreglu íslensks réttarfars sem ber að skýra þröngt. Að því gættu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann.

Ekki er vitað til þess að neinn hafi áður verið ákærður fyrir þrjú morð í einu í seinni tíð hér á Íslandi.

Refsingin við þeim glæpum sem Marek er gefið að sök er allt að ævilangt fangelsi. Þyngsti fangelsisdómur sem fallið hefur í Hæstarétti á Íslandi er 20 ára fangelsi, og nýttu þar dómarar Hæstaréttar sérstakar refsiþyngingarheimildir. Héraðsdómur hefur dæmt einstakling í ævilangt fangelsi á Íslandi, en sá dómur var mildaður í Hæstarétti. Algengur misskilningur er að ævilangt fangelsi þýði 16 ára fangelsi á Íslandi, en svo er ekki.

Marek er sem stendur í gæsluvarðhaldi og hefur verið frá því að hann var handtekinn fyrir utan rússneska sendiráðið aðeins örfáum mínútum eftir að lögregla fékk tilkynningu um eldsvoðann í húsinu á Bræðraborgarstíg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“