fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
Fréttir

Ólafur Ragnar: „Ég bara ákvað að láta vaða“

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 3. desember 2020 21:00

Ólafur Ragnar Grímsson. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson hefur fundið nýjan takt í lífinu. Hann fer enn alla morgna í kraftgöngu og er í sífelldri leit að ögrandi áskorunum. Ólafur segir hægt að draga ákveðinn lærdóm af sögum í nýútkominni bók hans um samskipti hans við ráðamenn um allan heim.

Ólafur Ragnar er í forsíðuviðtali í nýju helgarblaði DV sem kemur út á morgun. Hér má lesa brot úr viðtalinu.

 

Eftir að Dorrit hafði náð sér af Covid blasti við að Ólaf vantaði verkefni. Þá rifjaðist upp fyrir honum hvatning frá Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að skrifa bók um kynni sín við áhugavert áhrifafólk um allan heim. Hvatningin kom eftir að Kári leitaði liðsinnis hjá Ólafi í glímu sinni við kínversk stjórnvöld. Úr varð bókin „Sögur handa Kára“ sem er nýkomin út á prentuðu formi en var gefin út á hlaðvarpi í byrjun september í samstarfi við Storytel.

….

Í einni sögunni segir þú frá því að það hafi truflað Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra, að þú værir sem forseti að eiga fundi með bandarískum ráðherrum og öðrum ráðamönnum, og að þeir hafi upplifað að þú værir að fara inn á þeirra verksvið. Þú breyttir þá um taktík og fórst að hitta þessa ráðherra á veitingastöðum í stað þess að bóka tíma á skrifstofunni. Hefur þú talað um þetta opinberlega áður?

„Nei, það hef ég ekki gert. Það er fjölmargt nýtt í þessum sögum sem hefur hvergi komið fram og er áhugavert ef maður les þær með stjórnmálagleraugum af því tagi sem þú notar í spurningunni. Ég bara ákvað að láta vaða, ef svo má að orði komast, af því það passaði inn í frásögnina. Í sögunum kemur fram hvað eftir annað að Bandaríkin voru sá vettvangur þar sem ég hafði hvað mest tengsl og sinni erindum með hvað áhrifaríkustum hætti.

Margir hafa skemmt sér við að segja að ég hafi fyrst og fremst haft áhuga á Kína en ástæðan fyrir því að ég sinnti Kína og Indlandi eins og raun bar vitni var að ég taldi mig vita að á 21. öldinni yrðu þessi tvö Asíuríki í forystu í heimsviðskiptunum og þá væri mikilvægt fyrir litla þjóð eins og Íslendinga að ná góðum tengslum áður en allir vildu þá Lilju kveðið hafa.

Með fullri virðingu fyrir fyrirrennurum mínum þá hafði enginn áður tekið við forsetaembættinu með jafn víðtæk alþjóðleg tengsl og ég kom með til Bessastaða og ég var staðráðinn í að nýta þau Íslandi til hagsbóta. Íslenskir ráðamenn þekktu ekki þennan veruleika að það væri kominn forseti á vettvang sem gæti sjálfur útvegað sér fundi í Hvíta húsinu.

Ég segi frá því þegar Tom Harkin hjálpaði mér að koma á fundi með Bill Clinton og allir í íslensku utanríkisþjónustunni göptu því þetta hefði verið svo stórt verkefni fyrir þá. Það fór kannski pínulítið í taugarnar á þeim sem sátu hér heima að allt í einu gat forsetinn farið til Washington og skipulagt fundi án þess að ráðherrar eða ráðuneyti kæmu við sögu. Einkum var það metnaðarmál fyrir forsætisráðherrann að hann væri aðalmaðurinn í Washington hvað Ísland snerti.

Þegar þetta var búið að vera í gangi í ákveðinn tíma fór að bera á því að bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra voru orðnir létt pirraðir á þessum umsvifum forsetans og fannst hann kominn út fyrir sitt verksvið.

Ég var alls ekki sammála því en þeim fannst ekki ganga að forsetinn væri að eiga fundi með fulltrúum framkvæmdavaldsins og ef ég héldi því áfram þá myndi það hafa afleiðingar. Ég komst að þeirri niðurstöðu að togstreita á milli forseta og einstakra ráðherra væri ekki vænleg útflutningsvara og þjónaði ekki hagsmunum Íslands.

Ég fann þá bara leiðir til að komast fram hjá þessari prótókollkröfu og hitti þá í morgunmat eða í kaffi, eins og ég lýsi í sögunni. Þeim fannst gott að komast út af skrifstofunni og fundirnir gerðu áfram sitt gagn en ekki var hægt að gera formlegar athugasemdir við þá.“

Viðtalið í heild sinni má lesa í nýju helgarblaði DV sem kemur út að morgni föstudags.

Einfalt er að kaupa prent- og/eða vefáskrift hér: dv.is/skraning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Smitin á landamærum rjúka upp aftur en Víðir er bjartsýnn – „Af þessum 14 voru 12 íslenskar kennitölur“

Smitin á landamærum rjúka upp aftur en Víðir er bjartsýnn – „Af þessum 14 voru 12 íslenskar kennitölur“
Fréttir
Í gær

Íslendingar kláruðu Alsír í fyrri hálfleik

Íslendingar kláruðu Alsír í fyrri hálfleik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum sendir frá sér tilkynningu – Vegfarendur björguðu konu og ungu barni út úr bílflakinu

Lögreglan á Vestfjörðum sendir frá sér tilkynningu – Vegfarendur björguðu konu og ungu barni út úr bílflakinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Til í launalækkun fyrir Guðna forseta

Orðið á götunni: Til í launalækkun fyrir Guðna forseta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfskona í Ráðherrabústaðnum sakar Jón Baldvin um áreitni og skemmdarverk

Starfskona í Ráðherrabústaðnum sakar Jón Baldvin um áreitni og skemmdarverk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tekist á um öryggi í framhaldsskólum eftir árás í Borgó

Tekist á um öryggi í framhaldsskólum eftir árás í Borgó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lilja segir að aðstæðurnar í Borgarholtsskóla hafi verið grafalvarlegar

Lilja segir að aðstæðurnar í Borgarholtsskóla hafi verið grafalvarlegar