fbpx
Sunnudagur 17.janúar 2021
Fréttir

Uppfærð frétt – Karlmaður lést eftir að hann festist í vatni í mýri

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 20:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppfært 04.12.2020 klukkan 04.15

Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gærkvöldi þar sem fram kemur að maður hafi látist eftir að hann festist í vatni úti í mýri. Hann kallaði sjálfur eftir aðstoð en þegar að honum var komið hafði mikið dregið af honum og missti hann meðvitund fljótlega eftir að fyrsti maður kom að honum. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn við komuna á heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Ekki liggur fyrir hver dánarorsök mannsins var en lögreglan á Suðurlandi rannsakar máli.

Frétt DV frá í gærkvöldi:

Á sjöunda tímanum í kvöld varð slys rétt austan við Selfoss en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu féll maður niður um vök. Lögregla, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn eru enn að störfum.

Ekki er vitað hvort maðurinn sé slasaður samkvæmt upplýsingum RÚV sem komu frá yfirlögregluþjóninum Sveini Kristjáni Rúnarssyni. Þá sagði Sveinn að slysið hafi ekki veirð í Ölfusá heldur í læk eða vatni sem staðsett er austan við Selfoss.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfesti í samtali við Vísi að björgunarsveitirnar hefðu verið kallaðar út en hann gat þó ekki veitt frekari upplýsingar um málið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fimm líkamsárásir
Albert byrjaði í sigri
Fréttir
Í gær

Pappakassar fullir af ógreindum leghálssýnum í Hamraborg

Pappakassar fullir af ógreindum leghálssýnum í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Pochettino greindist með Covid-19

Pochettino greindist með Covid-19
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilkynnt um sjö andlát í kjölfar bólusetningar með bóluefni Pfizer

Tilkynnt um sjö andlát í kjölfar bólusetningar með bóluefni Pfizer
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinkona árásarþola ræðir við DV – „Ekki réttlátt að það sé verið að drulla yfir okkur á kommentakerfum“

Vinkona árásarþola ræðir við DV – „Ekki réttlátt að það sé verið að drulla yfir okkur á kommentakerfum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfu um kyrrsetningu brunarústanna við Bræðró hafnað

Kröfu um kyrrsetningu brunarústanna við Bræðró hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir árásarþola úr Borgarholtsskóla stígur fram – Segir son sinn hafa verið látinn gjalda fyrir að stöðva ofbeldi gegn stúlku

Móðir árásarþola úr Borgarholtsskóla stígur fram – Segir son sinn hafa verið látinn gjalda fyrir að stöðva ofbeldi gegn stúlku