fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
Fréttir

Ekið á hús – Bifreið rann á lögreglubifreið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 06:17

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir miðnætti var bifreið ekið á hús í Breiðholti. Ökumaður stakk af frá vettvangi en vitni var að óhappinu og gat veitt upplýsingar um skráningarnúmer bifreiðarinnar og tegund. Málið er í rannsókn.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi stöðvuðu lögreglumenn akstur ökumanns í Vesturbænum. Ökumaðurinn steig síðan út úr bifreiðinni en gekk ekki tryggilega frá henni þannig að hún rann á lögreglubifreiðina. Hann var handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og vímuefna og var hann vistaður í fangageymslu.

Skömmu fyrir miðnætti var tilkynnt um líkamsárás í Grafarvogi. Tveir menn réðust á þann þriðja og lömdu hann í höfuðið með áhaldi. Þeir létu sig síðan hverfa af vettvangi. Málið er í rannsókn.

Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla heimsótti spjaldtölvuþjóf

Lögregla heimsótti spjaldtölvuþjóf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pappakassar fullir af ógreindum leghálssýnum í Hamraborg

Pappakassar fullir af ógreindum leghálssýnum í Hamraborg