fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Einn vinsælasti þátturinn lagður niður – „Með tárin í augunum“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. desember 2020 14:00

Gísli Marteinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn vinsælasti þáttur Rásar 2 söng sinn svanasöng í morgun. Um er að ræða útvarpsþáttinn Morgunkaffið sem var í umsjón Gísla Marteins Baldurssonar og Bjargar Magnúsdóttur.

Gísli greindi frá því á Twitter-síðu sinni í vikunni að þátturinn í dag væri sá síðasti. „Við Björg verðum með tárin í augunum að spila peppuð og óleiðinleg jólalög. Er eitthvað sem hlustendur þáttarins vilja sérstaklega heyra að skilnaði?“ skrifaði Gísli á Twitter en tístið fékk mikil viðbrögð.

Fjöldinn allur af fólki þakkaði þeim fyrir þættina og tjáði sína skoðun á endalokunum. „Sorglegt að heyra. Eins að Jón Ólafs sé bara í rauðabítið og farinn úr loftinu þegar maður skríður framúr. Ykkar verður saknað á mínu heimili,“ skrifaði skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm til dæmis.

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson var heldur ekki sáttur með fréttirnar. „Skandall!!! Þið eruð frábær… Þetta verður ekki sparnaður til lengri tíma þegar allir munu glíma við eftirköstin og söknuðinn. Ekkert verður samt. Takk fyrir samfylgdina og far í friði,“ sagði Jón.

Birta Björnsdóttir, fréttamaður á RÚV, skrifaði líka athugasemd við tístið. „Æ en leiðinlegt að heyra! Það verður missir af ykkur með morgunkaffinu,“ sagði Birta

„Þetta eru bara sparnaðaraðgerðir“

Í samtali við DV segir Gísli Marteinn að þau Björg séu bæði sorgmædd yfir þessu „Við unnum þetta út frá þeirri heimspeki að ef okkur þætti gaman þá hlyti það að smitast út,“ sagði Gísli og nefndi hvað þau hefðu gaman af því að undirbúa þættina og mæta í vinnuna á laugardagsmorgnum.

„Það er búin að vera mjög góð hlustun, mér skylst að þetta sé einn vinsælasti þátturinn á Rás 2. En þetta eru bara sparnaðaraðgerðir og við lentum í niðurskurðinum, ekkert við því að segja,“ segir Gísli. „Við reyndum bara að gera lokaþáttinn skemmtilegan og upplífgandi og kvöddum bara með hlýjum kveðjum til hlustenda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis