fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fréttir

Jónína Benediktsdóttir er látin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónína Benediktsdóttir, líkamsræktarfrömuður og athafnakona, er látin. Kemur þetta í fram í tilkynningu til fjölmiðla.

Hún var fædd þann 26. mars árið 1957. Varð hún bráðkvödd á heimili sínu í Hveragerði.

Jónína nam íþróttafræði í Kanada og þegar heim var komið stofnaði hún eina fyrstu líkamsræktarstöðina á Íslandi. Jónína var auk þess búsett í Svíþjóð til margra ára. Þar rak hún líkamsræktarstöðvar og hlaut þar fjölmargar viðurkenningar fyrir frumkvöðlastarfsemi sína í líkamsrækt. Þá rak hún um nokkurra ára skeið líkamsræktarstöðina Planet Pulse. Jónína var áhugasöm að kynna landsmönnum mikilvægi líkamsræktar og stóð meðal annars fyrir morgunleikfimi á Rás 1. Síðustu ár hefur hún staðið fyrir lífsbætandi heilsumeðferðum í Póllandi og nú síðast á Hótel Örk í Hveragerði. Jónína var þekkt fyrir brautryðjendastarf á sviði heilsuræktar og flutti fyrirlestra um heilsutengd málefni víða um heim.

Jónína lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, Jóhönnu Klöru, Tómas Helga og Matthías sem eru öll börn Stefáns Einars Matthíassonar. Barnabörnin eru fjögur, Stefán Kári, Kristín Embla, Ásdís Þóra og Matthías Þór.

DV sendir aðstandendum Jónínu Benediktsdóttur innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku
Fréttir
Í gær

BYKO hefur sölu á Honda aflvélum

BYKO hefur sölu á Honda aflvélum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vopnaðir menn brutust inn í hús á Grensásvegi

Vopnaðir menn brutust inn í hús á Grensásvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar gefa öndunarvélar til Indlands

Íslendingar gefa öndunarvélar til Indlands