fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Sauð upp úr í Herjólfsdal – Skar í sundur hvítt hústjald

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 15:00

Frá Herjólfsdal á Þjóðhátíð í Eyjum 2015. Mynd: Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var kveðinn upp dómur fyrir Héraðsdómi Suðurlands í máli manns sem ákærður var fyrir hótanir, eignaspjöll og vopnalagabrot. Nánar sagt lýsti athæfi mannsins sér þannig að hann kom inn í hvítt hústjald í Herjólfsdal á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, þann 5. ágúst 2018, tók hníf úr kommóðu sem þar var, ógnaði manni með hnífnum og skar síðan í sundur hluta af tjaldinu. Síðan otaði hann hnífnum aftur að manni.

Maðurinn var sýknaður af þessum ákærum þar sem ekki taldist sannað að hann væri sá maður sem þarna hefði verið að verki. Var vitnisburður vitna ekki nægilega traustur enda höfðu þau ekki öll verið alsgáð er atvikið átt sér stað.

Lögregla tók skýrslu af ákærða þann 9. nóvember 2019, um einu og hálfu ári eftir atburðinn. Hann kannaðist við að hafa verið á þjóðhátíð í umrætt sinn, kvaðst hafa drukkið mikið og tekið inn önnur efni. Hann kannaðist hins vegar ekki við að hafa beitt hnífi með ofangreindum hætti. Til stóð að efna til myndsakbendingar af hálfu lögreglu og samþykkti ákærði að taka þátt í henni, en svo virðist sem ekki hafi af henni orðið.

Eftirfarandi lýsing á vitnisburði kemur fyrir í dómum:

„Vitnið A kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að þetta hafi verið á Þjóðhátíð 2018, á laugardagsnóttinni. Hún og kærastinn hennar hafi verið að ganga heim úr Herjólfsdal og ákveðið að stoppa við í þessu tiltekna tjaldi, sem sé í eigu vinafólks. Þau hafi farið þar inn og ætlað að skilja þar eftir bakpoka vitnisins. Svo hafi þau ákveðið að fá sér að borða þarna. Þegar þau hafi verið sest að borði sínu hafi ókunnugur strákur komið ásamt vini sínum. Hafi vitnið spurt hvort hann þekkti einhvern í tjaldinu og hann neitað því. Hafi hún þá bent honum á að það væri ekki í boði að ganga óboðinn inn tjald hjá ókunnugu fólki og hafi því beðið hann að fara út. Hafi strákurinn neitað þessu og hún þá ítrekað þetta. Strákurinn hafi augljóslega ekki verið með réttu ráði og verið frekar fullur og reiður. Hafi hann sagst geta gert það sem hann vildi. Hafi vitnið þá orðið dálítið hrædd, en ákveðið að standa fast á sínu og aftur sagt honum að fara út. Hafi hann þá farið í skúffu og tekið upp hníf, en þá hafi hún og kærastinn staðið á fætur og hafi strákurinn komið með hnífinn upp að henni og sagt að hann gæti gert hvað sem hann vildi. Hafi strákurinn spurt hvort þetta væri það sem hún vildi. Þá hafi vinur hans orðið skelkaður og beðið hann að koma með sér út. Hafi strákurinn ekki viljað það og haldið áfram að hóta þeim. Svo hafi vinurinn náð að draga strákinn út. Þá hafi hann skorið gat á tjaldið á tveimur stöðum. Hafi vitnið þá hlaupið til gæslunnar sem hafi byrjað að leita að gerandanum. Hafi vitnið verið send á spítala í losti.“
Sem fyrr segir tókst ekki að sanna fyrir dómi að hinn ákærði væri í raun sá maður sem olli þessum usla á þjóðhátíð. Var hann því sýknaður og öllum skaðabótakröfum hafnað.
Dóminn má lesa hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði