fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Fréttir

Dregið úr úrkomu og engar skriður svo vitað sé til í morgun

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 10:25

Seyðisfjörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Austurlandi gaf frá sér tilkynningu varðandi ástandið á Seyðisfirði rétt í þessu. Þar segir að dregið hafi úr úrkomu í gærkvöldi og nótt. Og þá er ekki vitað til þess að skriður hafi fallið í morgun. Íbúar sem hafa rýmt húsin sín og þurfa nauðsynjar eru hvattir til að leita í Sæból, hús björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði.

Lögreglan sendir reglulega SMS skilaboð til þeirra sem eru á Seyðisfirði með upplýsingum og leiðbeiningum.

„Heldur dró úr úrkomu og vatnsaga á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt. Síðasta aurskriðan sem vitað er um féll um klukkan tíu í gærkvöldi en eftir það virðist ástand hafa náð meira jafnvægi. Engar skriður hafa fallið í morgun eftir því sem best er vitað. Beðið er birtingar til að kanna betur aðstæður.

Íbúar sem rýmt hafa hús sín og þurfa nauðsynjar eru hvattir til að leita í Sæból, hús björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Þar bíður aðstoð við að fara inn á svæðið auk nýjustu upplýsinga.

Lögreglan stefnir að því frá og með hádegi í dag að senda reglulega SMS skilaboð til þeirra sem eru á Seyðisfirði með upplýsingum og leiðbeiningum. Skilaboðin eru send í samvinnu við Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. Upplýsinga fyrir íbúa á Seyðisfirði er því að leita í björgunarsveitarhúsinu á Seyðisfirði auk þess sem fréttatilkynningar verða reglulega sendar á þessum vettvangi og á fésbók lögreglu auk SMS skilaboða eins og áður sagði. Þá má leita upplýsinga á heimasíðu Múlaþings, mulathing.is.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð
Fréttir
Í gær

Morðið í Rauðagerði: Kærasta Angjelin á meðal ákærðu

Morðið í Rauðagerði: Kærasta Angjelin á meðal ákærðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö smit utan sóttkvíar

Tvö smit utan sóttkvíar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skoðar hvort Íslendingar framleiði og selji klám á Onlyfans

Lögreglan skoðar hvort Íslendingar framleiði og selji klám á Onlyfans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Maríjon til Kvis