fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Þunglyndi algengara meðal Covid-19 sjúklinga og atvinnulausra

Heimir Hannesson
Mánudaginn 14. desember 2020 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem veikst hefur alvarlega af Covid-19 eru í aukinni áhættu á einkennum þunglyndis og áfallastreitu. Það sama á við um þá sem orðið hafa fyrir verulegri tekjuskerðingu í faraldrinum eða verið í sóttkví. Þetta kemur fram í frumniðurstöðum rannsóknarinnar Líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19.

Rannsóknin Líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 er samstarfsverkefni vísindamanna við Háskóla Íslands, Embættis Landlæknis, Landspítalans og Sóttvarnalæknis. Rannsóknin hófst snemma í vor og hefur verið í gangi síðan.

Í tilkynningu frá forsvarsmönnum rannsóknarinnar segir að annar áfangi rannsóknarinnar er hafinn, og hafa allir sem tóku þátt í fyrsta áfanga hennar fengið boð um þátttöku í eftirfylgdarrannsókn. Enn er opið fyrir skráningu nýrra þátttakenda á vefsíðunni lidanicovid.is

Þar segir jafnframt að markmið rannsóknarinnar sé að „afla víðtækrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna.“ Af þeim 23 þúsund manns sem skráðu sig í rannsóknina höfðu 400 manns greinst með Covid-19. Sem fyrr sagði benda fyrstu niðurstöðurnar til þess að faraldurinn hafi haft neikvæð áhrif á geðheilsu þeirra sem beinlínis hafa komist í snertingu við hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt