fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þórólfur óánægður með Prikið – „Ekki nógu gott ef menn eru að safnast svona saman“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 14. desember 2020 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, er ekkert sérstaklega ánægður með svonefnda „gluggatónleika“ sem veitinga- og skemmtistaðurinn Prikið stóð fyrir um helgina, í samstarfi við Reykjavíkurborg.

Tónleikarnir um helgina voru liður í verkefninu „Sköpum líf í lokun“ sem er ætlað að glæða miðbæinn lífi með því að aðstoða skapandi fólk með góðar hugmyndir við að nýta tóm rými.

Nú um helgina steig tónlistarmaðurinn Auður á stokk og varð nokkur mannmergð fyrir utan glugga Priksins.

Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins, hefur sagt að á næstu tónleikum verði betur hugað að sóttvörnum, en verkefnið hafi verið unnið í góðum samskiptum við lögreglu.

Þórólfur efast þó um að samskiptin við lögreglu hafi verið mikil

„Ég held að það geti nú varla verið. Ekki upp á þetta að gera. Þetta er ekki í samræmi við þær reglur og leiðbeiningar sem eru í gangi að mínu mati,“ sagði Þórólfur í samtali við Bítið á Bylgjunni nú í morgun. „Það er ekki nógu gott ef menn eru að safnast svona saman,“ sagði hann enn fremur.

Þórólfur vildi ekki fara út í þá sálma hvort eðillegt væri að verkefni sem þetta væri styrkt af borginni.

Hann taldi ljóst að hópmyndun líkt og sú sem átti sér stað á tónleikunum um helgina væri gróðrarstía fyrir kórónuveiruna.

„Þegar fólk er í svona þéttum hópi þá er það alveg augljóst að það er þar sem veiran hoppar frá manni til manns.“

Það verði svo ekki fyrr en eftir viku sem í ljós komi hvort einhver smit hafi átt sér stað á tónleikunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi