fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Segja banka hafa hætt samstarfi við Samherja vegna ófullnægjandi útskýringa

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 13. desember 2020 20:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld var greint frá því að Norski bankinn DNB (Den Norske Bank) hefði sagt upp öllum viðskiptum við félög Samherja í desember í fyrra. Það hafi verið vegna ófullnægjandi svara félagsins við spurningum er vörðuðu millifærslur sem voru rannsakaðar sem mútugreiðslur. Auk þess hafi Samherji átt í erfiðleikum með að svara fyrir fjármagnsflutninga sem eiga að hafa farið í skattaskjól. Kveikur og Stundin stóðu fyrir umfjölluninni og birtu skjöl máli sínu til stuðnings.

Bankareikningar þessara Samherjafélaga eru sagðir hafa verið notaðir til að greiða mútugreiðslur upp á fleiri hundruð milljóna til félags í skattaskjóli.

Kveikur og Stundin byggja umfjöllun sína á gögnum frá sjálfum DNB-bankanum, sem eru notuð í rannsóknum namibískra yfirvalda á Samherjamálinu.

Í lok nóvember á seinasta ári, stuttu eftir umfjöllun Stundarinnar, Kveiks og Al Jazeera á Samherjamálinu svokallaða, hafi bankinn sent Samherja pósta þar sem að óskað var eftir því að svarað yrði fyrir það sem fram kom í umfjölluninni. Fram kemur að um hafi verið að ræða langan spurningalista, þar sem að fyrsta spurningin var: „Hvert er mat félagsins á ofangreindum ásökunum? Vinsamlegast rökstyðjið.“

Þá er Samherji sagður hafa svarað, en bankanum þótt svörin ófullnægjandi. Það hafi leitt til þess að reikningum Samherja hafi verið lokað í byrjun þessa árs.

Einnig kemur fram að Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja hafi sagt í febrúar að það hafi verið Samherji sem hætti samstarfinu með DNB. Þó hafi hann seinna jánkað í viðtali að DNB hafi átt frumkvæðið að rannsókninni.

Frekar má lesa um málið hjá Kveik og Stundinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala