fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Landsréttur snýr við sjö ára dómi – Var sagður hafa nauðgað syni sínum ítrekað um pabbahelgar

Heimir Hannesson
Föstudaginn 11. desember 2020 16:30

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur snéri í dag við sjö ára fangelsisdómi sem tæplega sextugur karlmaður hlaut í héraðsdómi fyrir gróf og ítrekuð kynferðisbrot gegn syni sínum. Drengurinn var á aldrinum fjögurra til ellefu ára þegar brotin sem maðurinn var ákærður fyrir, áttu að hafa gerst. Maðurinn er nú sýkn allra saka.

Í héraðsdóminum kom fram að sonurinn taldi brotin hafa átt sér stað svo til allar pabbahelgar sem var aðra hvora helgi eftir að foreldrar drengsins hættu saman. Í frétt DV frá því í október í fyrra um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum sagði frá því að maðurinn mun hafa átt að hafa hótað að drepa strákinn ef hann segði frá ofbeldinu.

Drengurinn kærði föður sinn ekki fyrr en hann var sjálfur kominn á þrítugsaldur, 14 árum eftir að brotunum lauk.

Lýsingarnar af brotunum eru einkar grófar, og rétt að vara við þeim.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað káfað á kynfærum sonar síns og látið hann káfa á sínum kynfærum, í fjölda skipta haft við drenginn endaþarmsmök uns ákærði hafði sáðlát og sýnt drengnum klámfengið myndefni í tölvu. Mun myndefnið hafa sýnt bæði fullorðinna og börn sem beitt voru kynferðislegu ofbeldi af hálfu fullorðinna karlmanna. Sem fyrr segir hefur Landsréttur nú sýknað manninn af þessum ákærum.

Héraðsdómur mat framburð vitna svo að hinn ákærði væri ótrúverðugur í framburði sínum. Sagði í dómi héraðsdóms að „ákærði skirrist ekki við að greina rangt frá þjóni það hagsmunum hans.“

Þessu virðist Landsréttur ósammála. Landsréttur segir niðurstöðu héraðsdóms að mestu reista á framburði brotaþola sem metinn var trúverðugur af héraðsdómi. Þann framburð segir Landsréttur skeikulan og nefnir þess dæmi að brotaþoli hafi sagt öðruvísi frá atburðum fyrir dómi en hann sagði frá í skýrslutöku hjá lögreglu. Þá segir Landsréttur að ódæmigerð einhverfa brotaþola geri það erfiðara en ella að meta trúverðugleika hans.

Enn fremur segir Landsréttur, þvert á niðurstöðu héraðsdóms, að ákærði hafi verið stöðugur og samkvæmur sjálfum sér í framburði sínum. „Telst í ljósi þess sem að framan er rakið ekkert það fram komið sem er sérstaklega til þess fallið að draga úr trúverðugleika framburðar hans.“

Segir hann svo:

Að því virtu sem rakið hefur verið hér að framan hefur framburður brotaþola ekki þá stoð í öðrum gögnum málsins að hann nægi til þess, gegn eindreginni neitun ákærða, að ákæruvaldið hafi axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvílir samkvæmt 108. gr., sbr. 1. og 2. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008. Verður ákærði því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga