fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hjólhýsabyggðin heyrir nú brátt sögunni til – Lögfræðiálit segir byggðina ólöglega

Heimir Hannesson
Föstudaginn 11. desember 2020 15:30

mynd/Fréttblaðið Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fjallaði á fundi sínum í dag um framtíð hjólhýsabyggðarinnar á Laugarvatni og komst að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til þess að hagga fyrri ákvörðunum um að hnýta endi á langa sögu byggðarinnar.

Talsverðs titrings hefur gætt meðal leigutaka á svæðinu en tilkynnt var fyrr í ár að ekki yrðu gerðir nýir leigusamningar á svæðinu og að gildandi samningum yrði leyft að renna út án endurnýjunar. Þannig myndi starfsemi á svæðinu fjara út á næstu misserum.

Upphafleg ákvörðun Bláskógabyggðar var byggð á áliti slökkviliðsins sem sagði að svæðið skapaði stórhættu og að brunavörnum væri stórkostlega ábótavant. Þá sagði í minnisblaði frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að hjólhýsi sem fest væru niður með varanlegum hætti, eins og gert hefur verið við mörg hjólhýsin á Laugarvatni, féllu að öllum líkindum undir byggingarreglugerð. Útilokað þótti að nokkurt hjólhýsi uppfyllti eldvarnareglur téðrar byggingarreglugerðar, enda húsin úr plasti og flest einangruð með plastefnum.

Vegna óánægju hjólhýsaeigenda á svæðinu var farin sú leið að óska eftir áliti lögmanna á lögmæti hjólhýsaþyrpingarinnar. Það álit var lagt fyrir sveitarstjórnarfundinn í dag. Segir í fundargerð stjórnarinnar:

Lagt var farm minnisblað Lögmanna Suðurlandi um það hvaða heimildir séu skv. lögum til að halda rekstri hjólhýsasvæðis við Laugarvatn áfram í breyttu eða óbreyttu formi. Minnisblaðið var unnið í framhaldi af erindi Samhjóls varðandi möguleika á að halda áfram starfsemi hjólhýsasvæðis á Laugarvatni í einhverri mynd. Niðurstaða minnisblaðsins er í stuttu máli sú að ekki virðist vera heimildir í lögum til að halda úti hjólhýsasvæði með þeim hætti sem verið hefur á Laugarvatni. Þvert á móti virðist það ganga gegn gildandi laga- og reglugerðarákvæðum um efnið.

Niðurstaða álitsins er því óneitanlega nokkuð afdráttarlaus og líkast til högg fyrir þá sem barist hafa fyrir áframhaldandi starfsemi á svæðinu. DV hefur áður sagt frá því að Samhjól, Samtök hjólhýsaeigenda, lögðu það til við yfirvöld á svæðinu að hjólhýsaeigendur tækju það sjálfir að sér að ráðast í þær framkvæmdir sem þörf væri á til þess að koma brunavörnum þar í samt horf. Nú er ljóst að ekkert verður af þeim bollaleggingum Samhjóls.

Sjá nánar: Hjólhýsaeigendur berjast áfram fyrir svæðinu á Laugarvatni – „Gerum þeim tilboð sem þeir geta ekki hafnað“

Þá segir í fundargerðinni:

Að virtum þeim atriðum sem rakin eru í minnisblaðinu verði ekki talið að forsendur séu til að breyta ákvörðun sveitarstjórnar, en í ljósi mikillar hættu á svæðinu vegna ófullnægjandi brunavarna er bent á að sveitarstjórn geti tekið ákvörðun um að segja upp þeim leigusamningum sem eru í gildi á svæðinu, sbr. uppsagnarákvæði í leigusamningum, til þess að rekstrartími svæðisins verði styttri.

Lögfræðingar sem unnu álitið benda þá sveitarstjórninni á hugsanlega skaðabótaábyrgð láti þau undir höfuð leggjast að vara leigutaka við þá hættu sem hefur skapast vegna hjólhýsabyggðarinnar, yrði það niðurstaða sveitarstjórnarinnar að halda rekstri svæðisins áfram í styttri eða lengri tíma. „Vanræksla á því geti leitt til þess að sveitarfélagið kunni að verða skaðabótaskylt ef alvarlegt slys verður af völdum bruna,“ segir í álitinu.

Samþykkti svo loks Sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ákvörðun hennar frá því 17. september um að endurnýja ekki gildandi leigusamninga verði ekki endurnýjaðir, verði ekki haggað. Þá fól sveitarstjórnin sveitarstjóra að senda hverjum og einum leigutaka bréf þar sem þeir verði upplýstir með sannanlegum hætti um hættuna sem er samfara dvöl á svæðinu á meðan brunavarnir eru ófullnægjandi, að því er segir í fundargerðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis