fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

12 smit en aðeins einn ekki í sóttkví – Átta ný tilfelli hjá hælisleitendum

Heimir Hannesson
Föstudaginn 11. desember 2020 10:22

Sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg. mynd/frettablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf greindust í gær með Covid-19 innanlands á Íslandi og voru þar 11 í sóttkví við greiningu. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum í samtali við mbl.is.

Þá greindust tíu á landamærunum. Samanlögð komu því 22 smit í gær upp á Íslandi.

Þá segir Fréttablaðið frá því að klasasmit hafi komið upp meðal hælisleitenda í Reykjavík sem búa þröngt. Hugsanlegt er að fleiri greinist í tengslum við þetta klasasmit.

RUV hefur greint frá því að átta ný smittilfelli hafi þegar komið upp í tengslum við smitið.

Í gær kom fram í fréttum að miklar annir hefðu verið í sjúkraflutningum, meðal annars vegna flutningi á Covid-19 smituðum í farsóttahús. Mun slökkviliðið hafa sinnt sautján flutningum á Covid-19 smituðum einstaklingum í gær. Sagði fréttavefurinn Mbl.is frá því að tólf einstaklingar hefðu verið í farsóttahúsum í gær og tengjast þeir allir eina og sama klasasmitinu.

Í gær greindu yfirvöld frá því að aðeins fjögur smit hefðu komið upp og þar áður voru þau átta, tvo daga í röð. Þetta er mesti fjöldi smita sem greinst hefur frá því 4. desember.

Ítarlegri tölfræði um smit í gær verða birt á Covid.is klukkan 11:00, líkt og áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið