fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Líflegra um að lítast í miðbænum – Raðir í H&M horfnar og bið eftir borðum

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 10. desember 2020 13:39

mynd/frettabladid

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar Covid-19 reglugerð tók gildi á miðnætti í nótt og er nú veitingastöðum heimilt að taka á móti allt að 15 gestum í hvert rými, og verslanir geta nú boðið 5 manns velkomna fyrir hverja 10 fermetra af verslunarrými, þó að hámarki 100 manns í hverri verslun.

IKEA opnaði í morgun og samkvæmt heimildum DV var þar margt um manninn strax við opnun verslunarinnar. Þá opnuðu sundstaðir landsins í morgun og sögðu fréttamiðlar landsins frá því að pottaspjallararnir hefðu fjölmennt strax við opnun.

„Bilun að gera,“ sagði annar heimildarmaður DV sem lagði leið sína í Kringluna. Tjáði hann blaðamanni að svo virtist sem kaupóðir landar ætluðu sér að tæma H&M í dag.

Þá var líflegra um að litast í miðbæ Reykjavíkur í hádeginu í dag en oft áður. Þannig var blaðamönnum sem áttu leið sína á Hornið í hádeginu í dag vísað í „gömlu jazzbúlluna,“ sem er kjallari veitingastaðarins, þar sem salirnir tveir á jarðhæðinni voru fullur. Röðin fyrir utan H&M sem má segja að hafi einkennt horn Hafnartorgs við Ingólfshól síðustu vikur er jafnframt horfin.

Runólfur Ágústsson, fyrrum rektor Háskólans á Bifröst og núverandi stjórnarformaður Lýðskólans á Flateyri birti jafnframt í gær ákall um að „versla í heimabyggð,“ og að hvatti fólk til þess að gera sér ferð í miðbæinn. „Það er svo miklu skemmtilegra að labba Laugaveginn en að ráfa um Smáralind eða Kringlu!“ sagði Runólfur.

https://www.facebook.com/runolfur.agustsson/posts/10225435627303500

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“