fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Í farbanni vegna heróinfundar – Gripnir með Heróin, Oxycontin og hrossadeyfilyf í Keflavík

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 10. desember 2020 14:17

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli mynd/Haraldur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í vikunni úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að maður sem grunaður er um smygl á talsverðu magni af ketamíni, heróini, oxycontin og öðrum sterkum verkjalyfjum ásamt öðrum manni, skuli sæta farbanni til 21. febrúar 2021 kl. 16:00.

Mennirnir voru stöðvaðir með stuttu millibili í Leifsstöð. Annar þeirra með 77 grömm af heróini auk talsverðs magns lyfseðilskyldra lyfja, þar á meðal Oxycontin. Hinn maðurinn, sá sem nú hefur verið úrskurðaður í farbann, var svo gripinn með ketamín sem er gríðarlega sterkt deyfilyf og meðal annars notað á hesta.

Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn eigi annað mál yfir höfði sér í refsikerfinu. Er þar um að ræða meint peningaþvætti og innflutning hans á 276 grömmum af metamfetamíni og annarskonar lyfjum þann 19. júní á þessu ári.

Segir í farbannskröfu lögreglunnar á Suðurnesjum að hún telji hættu á að ákærði reyni að komast úr landi eða með öðrum hætti að komast sér undan málsókn eða fullnustu refsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt