fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Elísabet fékk heimsókn frá lögreglu í beinni – Staðfestir að hún sé svipt læknaleyfi

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 10. desember 2020 14:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Frosti Logason segir augnablikið í þætti Harmageddon í morgun þegar lögregla bankaði upp á hjá viðmælanda þáttarins í miðri beinni útsendingu og boðaði hana í skýrslutöku vera einstakt.

Viðmælandi þeirra Frosta og Mána Péturssonar sem stýrir þættinum með Frosta var Elísabet Guðmundsdóttir, lýtaskurðlæknir sem var sagt upp starfi sínu á Landspítalanum sem hún hafði gegnt frá því í apríl á þessu ári. Elísabet hefur haldið því fram að uppsögnin tengist aktívisma hennar gegn takmörkunum hins opinbera á daglegu lífi almennings vegna Covid-19 faraldursins.

Þá sagði DV frá því nýverið að Elísabet væri ekki lengur með læknaleyfi en nafn hennar kemur ekki lengur upp í starfsleyfaskrá Landlæknis. Elísabet þrætti fyrir að hafa verið svipt leyfi og sendi DV meðal annars gagnapakka sem hún sagði staðfesta leyfi sitt. Gögnin staðfestu einungis að hún hafi lokið námi og væri því lærður læknir, en ekki að hún væri með virkt starfsleyfi sem slíkur.

„Já, þetta var óvenju sérstakt útvarpsmóment,“ sagði Frosti Logason í samtali við blaðamann DV. Lýstir Frosti samtali sínu við Elísabetu þannig að Elísabet hafi verið í miðri setningu þar sem hún lýsti því að hópur fólks sé að vinna að því að fá hana lýsta geðveika þegar bank heyrist í bakgrunni símtalsins. „Í þeim töluðu orðum bankar lögreglan heima hjá henni,“ útskýrir Frosti sem segist ekki muna eftir því að svona lagað hafi áður gerst í beinni áður. „Ýmislegt hefur nú gerst í beinni hérna hjá okkur í Harmageddon, en þetta er alveg örugglega í fyrsta skipti sem einhver er kvaddur í skýrslutöku af lögreglu í beinni útsendingu.“

Í upptöku úr þætti Harmageddon sem hlusta má á hér að neðan má heyra atvikið.

„Löggan er hér komin,“ heyrist Elísabet segja og má heyra að Frosta verður hissa: „Er löggan komin? Hvað er löggan að gera þarna hjá þér?“ spyr Frosti.

Lögreglumaðurinn heyrist þá segja: „Birta þér kvaðningu, þú átt að mæta í skýrslutöku í Hafnarfirði vegna máls númer 72907,“ segir lögreglumaðurinn við Elísabetu.

Elísabet spyr síðar í samtali hennar við lögregluna, sem öllu var útvarpað í beinni útsendingu á X-inu 97.7, hvers vegna er verið að boða hana í skýrslutöku. „Þú hlýtur að vita afhverju,“ svarar lögreglumaðurinn henni. „Nei ég veit ekki afhverju, því það er verið að ásaka mig um ýmislegt, meðal annars að ég sé geðveik. Það er búið að taka af mér leyfið og ég þarf að sanna að ég sé ekki geðveik,“ segir Elísabet þá.

Elísabet hefur hingað til staðfastlega neitað fyrir það að vera leyfislaus, sem fyrr sagði. Hefur Elísabet meðal annars tilkynnt að hún sé að undirbúa málshöfðun gegn Ríkislögreglustjóra vegna orða Rögnvalds Ólafssonar staðhæfði að hún væri ekki með lækningaleyfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bjarni og Inga nokkuð sammála um að kostnaður við árshátíð Landsvirkjunar hafi verið verulegur

Bjarni og Inga nokkuð sammála um að kostnaður við árshátíð Landsvirkjunar hafi verið verulegur
Fréttir
Í gær

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu