fbpx
Föstudagur 23.apríl 2021
Fréttir

Aftur fjölgar smitum eftir rólega helgi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 1. desember 2020 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átján greindust með COVID-19 sjúkdóminn síðasta sólarhring, sem er nokkuð meira en greinst hafði dagana tvo þar á undan. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hafði þó varað við því að tölum helgarinnar bæri að taka með þeim fyrirvara að færri sýni eru tekin um helgar.

Veiran er þó ekki komin í svonefndan veldisvöxt heldur fylgir nú línulegum vexti. Vonir standa til að vöxtur haldist línulegur þar til við förum að sjá lægri tölur aftur, en aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort sú verði raunin.

Af þeim sem greindust síðasta sólarhring voru sjö einstaklingar sem voru ekki í sóttkví.

Aðeins eitt smit greindist á landamærunum og beðið er eftir niðurstöður úr mótefnamælingu til að sjá hvort um virkt smit er að ræða eða ekki.

199 eru nú í einangrun hér á landi. 689 eru í hefðbundinni sóttkví og 898 eru í svonefndri skimunarsóttkví.  Fjöldi þeirra sem eru í einangrun hefur haldist nokkurn veginn svipaður síðustu daganna sem styður enn frekar við að um línulegan vöxt veirunnar sé að ræða.

40 eru á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jessie Lingard opnar sig
Fréttir
Í gær

Ársskýrsla RÚV: Taprekstur upp á 209 milljónir í fyrsta sinn frá 2014 – Auglýsingatekjur lækka um tæplega 200 m.kr. milli ára

Ársskýrsla RÚV: Taprekstur upp á 209 milljónir í fyrsta sinn frá 2014 – Auglýsingatekjur lækka um tæplega 200 m.kr. milli ára
Fréttir
Í gær

Eldgosið vekur athygli í vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna – „Ég vil heyra hann segja nafnið á eldgosinu aftur“

Eldgosið vekur athygli í vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna – „Ég vil heyra hann segja nafnið á eldgosinu aftur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafa Íslendingar að segja um „ómarkvissa“ blaðamannafundinn – „Sendið bara alla í þetta goddamn sóttkvíarhótel“

Þetta hafa Íslendingar að segja um „ómarkvissa“ blaðamannafundinn – „Sendið bara alla í þetta goddamn sóttkvíarhótel“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamannafundur vegna landamæra – Alþingi ætlar að veita lagaheimild til að senda fólk í sóttvarnarhús

Blaðamannafundur vegna landamæra – Alþingi ætlar að veita lagaheimild til að senda fólk í sóttvarnarhús
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Herra Hnetusmjör er kominn með nóg: Ætla að loka veginum inn í landið í mótmælaskyni – „Manni er í rauninni hætt að standa á sama“

Herra Hnetusmjör er kominn með nóg: Ætla að loka veginum inn í landið í mótmælaskyni – „Manni er í rauninni hætt að standa á sama“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

21 smit í gær – Þrjú utan sóttkvíar

21 smit í gær – Þrjú utan sóttkvíar