fbpx
Laugardagur 16.október 2021
Fréttir

Þetta er meðalaldur þeirra sem látist hafa af Covid-19 á Íslandi

Heimir Hannesson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 15:37

mynd/vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hafa samtals 23 látist hér á landi af völdum faraldurs SARS-CoV-2 veirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Af orðum Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans á blaðamannafundi í morgun mátti ráða að fjöldi látinna myndi að minnsta kosti fjölga um einn í dag. Samtals létust fimm síðustu helgi, tveir á laugardaginn og þrír í gær. Samkvæmt tölfræði á síðunni Covid.is má ráða að 5.101 einstaklingur á Íslandi hafi greinst með Covid-19 frá því 28. febrúar 2020. Dánartíðni af völdum sjúkdómsins er því 0.45% á Íslandi í dag.

Þrjár bylgjur hafa nú riðið yfir í faraldrinum. Í þeirri fyrstu létust 10 og eru látnir í þeirri seinni nú orðnir 13. Enginn lést í annarri bylgjunni. 10 af 13 dauðsföllum þriðju bylgjunnar má rekja til hópsmits á Landakoti sem kom upp í október.

Samkvæmt tölum sem DV óskaði eftir hjá Landlækni er meðalaldur látinna frá upphafi faraldursins 81,4 ár, og er þar um að ræða 13 karla og 10 konur.

Í fyrri bylgjunni létust 10 manns, sem fyrr segir, og voru það fjórir karlar og sex konur. Meðalaldur þeirra var 73,5 ár.

Í þriðju bylgjunni sem hefur nú staðið yfir síðan 15. september hafa 13 látist, 9 karlar og 4 konur. Meðalaldur þeirra er 87,8 ár.

Meðalaldur látinna hefur því hækkað umtalsvert frá fyrstu bylgju, eða um 14,3 ár og munar þar vafalaust mest um hópsmitið á Landakoti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bræðrabylta á Hótel Keflavík: Saka Steinþór um valdníðslu – Davíð meinað um afgreiðslu á sínu eigin hóteli

Bræðrabylta á Hótel Keflavík: Saka Steinþór um valdníðslu – Davíð meinað um afgreiðslu á sínu eigin hóteli
Fréttir
Í gær

Dagur sendir samúðarkveðju til borgarstjóra Kongsberg – „Borgir heimsins verða að standa þétt saman“

Dagur sendir samúðarkveðju til borgarstjóra Kongsberg – „Borgir heimsins verða að standa þétt saman“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörn greindist með fjórða stigs krabbamein – „Kannski verð ég dáinn áður en árið er liðið“

Sigurbjörn greindist með fjórða stigs krabbamein – „Kannski verð ég dáinn áður en árið er liðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 70 Íslendingar í Kongsberg – Enginn óskað eftir aðstoð

Um 70 Íslendingar í Kongsberg – Enginn óskað eftir aðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

35 ár frá leiðtogafundi í Höfða: Sjáðu hjartnæma ræðu Reagans í Keflavík

35 ár frá leiðtogafundi í Höfða: Sjáðu hjartnæma ræðu Reagans í Keflavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveggja turna tal: Útvarp Saga og Öfgar í hár saman – „Er þetta fjárkúgun eða hvað?“ 

Tveggja turna tal: Útvarp Saga og Öfgar í hár saman – „Er þetta fjárkúgun eða hvað?“