fbpx
Þriðjudagur 21.mars 2023
Fréttir

Þetta er meðalaldur þeirra sem látist hafa af Covid-19 á Íslandi

Heimir Hannesson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 15:37

mynd/vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hafa samtals 23 látist hér á landi af völdum faraldurs SARS-CoV-2 veirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Af orðum Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans á blaðamannafundi í morgun mátti ráða að fjöldi látinna myndi að minnsta kosti fjölga um einn í dag. Samtals létust fimm síðustu helgi, tveir á laugardaginn og þrír í gær. Samkvæmt tölfræði á síðunni Covid.is má ráða að 5.101 einstaklingur á Íslandi hafi greinst með Covid-19 frá því 28. febrúar 2020. Dánartíðni af völdum sjúkdómsins er því 0.45% á Íslandi í dag.

Þrjár bylgjur hafa nú riðið yfir í faraldrinum. Í þeirri fyrstu létust 10 og eru látnir í þeirri seinni nú orðnir 13. Enginn lést í annarri bylgjunni. 10 af 13 dauðsföllum þriðju bylgjunnar má rekja til hópsmits á Landakoti sem kom upp í október.

Samkvæmt tölum sem DV óskaði eftir hjá Landlækni er meðalaldur látinna frá upphafi faraldursins 81,4 ár, og er þar um að ræða 13 karla og 10 konur.

Í fyrri bylgjunni létust 10 manns, sem fyrr segir, og voru það fjórir karlar og sex konur. Meðalaldur þeirra var 73,5 ár.

Í þriðju bylgjunni sem hefur nú staðið yfir síðan 15. september hafa 13 látist, 9 karlar og 4 konur. Meðalaldur þeirra er 87,8 ár.

Meðalaldur látinna hefur því hækkað umtalsvert frá fyrstu bylgju, eða um 14,3 ár og munar þar vafalaust mest um hópsmitið á Landakoti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stal bifreið og ók á tvær aðrar – Ógnaði fólki með hnífi

Stal bifreið og ók á tvær aðrar – Ógnaði fólki með hnífi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pútín segist hafa heimsótt Maríupól – „Ég er ekki sannfærður um að hann hafi verið þar“

Pútín segist hafa heimsótt Maríupól – „Ég er ekki sannfærður um að hann hafi verið þar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það sem mestu máli skiptir er það sem er innan þessarar höfuðskeljar“

„Það sem mestu máli skiptir er það sem er innan þessarar höfuðskeljar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erik Valur mætir í lyfjagjöf á þriggja vikna fresti allt árið – „Þetta er daglegt líf þessara barna“

Erik Valur mætir í lyfjagjöf á þriggja vikna fresti allt árið – „Þetta er daglegt líf þessara barna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón ósáttur við fréttastofu RÚV – Birtu aðeins 10 sekúndur af 3 mínútna málsvörn hans varðandi rafbyssumálið

Jón ósáttur við fréttastofu RÚV – Birtu aðeins 10 sekúndur af 3 mínútna málsvörn hans varðandi rafbyssumálið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæsluvarðhald yfir skotmanninum á Dubliners framlengt

Gæsluvarðhald yfir skotmanninum á Dubliners framlengt