fbpx
Þriðjudagur 30.nóvember 2021
Fréttir

Móðir langveiks manns er vonsvikin með Víði – „Ég veit að ég verð mikið gagnrýnd fyrir þessi skrif“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 17:12

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrirgefðu Víðir en þú hefur valdið mér miklum vonbrigðum. Ég óska svo sannarlega að þú og fólkið í kringum þig náið bata sem fyrst  en þú veldur mér vonbrigðum. Ég efast um að nokkur hafi stutt ykkur og varið ykkur meira en ég. Ég hef verið svo stolt að fylgja hverjum einustu fyrirmælum og horft á hvern einasta upplýsingafund. Ég hef sagt frá því á samfélagsmiðlum í heimalandi mínu, Brasilíu, hvernig alvöru almannavarnir virka hér landi.“

Þetta segir Jackie Cardoso, brasilísk kona sem býr í Vestmannaeyjum. Hún á 28 ára gamlan langveikan son, sem hefur verið veikur frá 20 mánaða aldri en hann er með ólæknandi sjúkdóm. Jackie segist hafa lokað sig af yfir syni sínum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst, hún hafi orðið að takmarka mjög allar gestakomur, sem og samskipti sín við annað fólk, vegna smithættu. Hafi hún meðal annars orðið að fórna tækifæri til að stofna fyrirtæki vegna þessa, sem hafi verið draumur hennar.

Eins og alþjóð veit smitaðist Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og einn af þríeykinu fræga, af kórónuveirunni. Víðir greindi frá aðdraganda smitsins á Facebook. Í sögu hans kemur meðal annars fram að vinafólk Reynis og eiginkonu hans dvaldist hjá þeim helgina 21.-22. nóvember vegna læknisþjónustu sem þau þurftu að sækja til Reykjavíkur. Nokkur gestagangur varð á heimilinu vegna þessa og reyndust 12 útsettir fyrir smiti að Víðir meðtöldum og fóru í sóttkví.

Sumir hafa gagnrýnt Víði fyrir þennan gestagang á meðan aðrir hafa talið framgöngu hans alla eðlilega. „Sjálfur hef ég verið manna duglegastur við að hvetja alla til að passa eigin sóttvarnir og því þungbært að þetta sé staðan. Við getum ekki annað en vonað að við öll, eins og allir þeir fjölmörgu sem eru að berjast við þennan óvætt komum heil út úr þessu,“ skrifaði Víðir.

Ljóst er að Jackie er í hópi þeirra sem eru gagnrýnin á Víði. Þar sem hún er af erlendu bergi brotin skrifar hún ekki rétta (en þó vel skiljanlega) íslensku. Ummæli eftir henni höfð hér eru því umskrifuð. Jackie segir meðal annars:

„Ég varð líka amma í fyrsta skipti rétt fyrir byrjun faraldursins, það var það sem ég óskaði mér mest í lífinu og ég ætlaði sannarlega að verða besta amma í heimi og vera til staðar fyrir dóttur mína. En ég get það ekki, Víðir, ég vil hlýða Víði. Ég hef farið svo sjaldan til þeirra að það er ekki einu sinni brot af því sem ég vildi. Ég á ekki aðra fjölskyldu hér, ég tók þá ákvörðun að fylgja ástinni og kom til Íslands fyrir 30 árum. Ég á þrjú börn og hef bara fengið að hitta eitt þeirra næstum því allan tímann síðan 5. mars. Ég upplifi kvíða allan sólarhringinn, ef bjallan hringir kíki ég fyrst út um gluggann og segi fólki að við tökum ekki á móti gestum nema með örfáa einstaklinga sem undantekningu. Ég kvíði því að fara út í búð því mér finnast allir svo kærulausir.“

Jackie segir ennfremur:

„Þetta er búið að taka á, Víðir. Síðan Covid byrjaði hefur hann verið nánast allan tímann án starfsmanna. Ég get ekki tekið áhættuna, ég get ekki krafist þess að þau séu ekki að hitta neina aðra. Hann hefur nánast ekkert farið í skammtímavistun eða heimsótt systkini sín og föður sem býr í bænum.“

Jackie segir að þegar Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ráðherra var á gráu svæði varðandi sóttvarnaleglur er hún fór út á lífið með vinkonum í sumar hafi hún játað mistök og beðist afsökunar. En Víðir segi að hann hafi gert allt rétt.

Jackie óttast að hinn umtalaði gestagangur Víðis muni minnka virðingu almennings fyrir sóttvarnareglum. Hún vonar að Víðir lesi færsluna og kynni sér sögu hennar. Hún tekur jafnframt fram að sonur hennar hafi lesið yfir færsluna og litið yfir myndir sem birtast með henni og veitt samþykki sitt fyrir birtingunni.

https://www.facebook.com/jaqueline.cardosodasilva/posts/10221381093334422

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Magnús kærir kosningarnar til Mannréttindadómstólsins – Segir ferlið meingallað

Magnús kærir kosningarnar til Mannréttindadómstólsins – Segir ferlið meingallað
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur Freyr játar morðið á unnusta móður sinnar – Hryllilegar lýsingar

Guðmundur Freyr játar morðið á unnusta móður sinnar – Hryllilegar lýsingar
FókusFréttir
Fyrir 2 dögum

Upptekna fólkið sem fann samt tíma til að taka þátt í jólabókaflóðinu

Upptekna fólkið sem fann samt tíma til að taka þátt í jólabókaflóðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Átta teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum á höfuðborgarsvæðinu

Átta teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neyslurými opnar fljótlega í Reykjavík: Lagalega verndað umhverfi þar sem fólk getur neytt fíkniefna í æð – „Fagnaðarefni“ segir Svandís

Neyslurými opnar fljótlega í Reykjavík: Lagalega verndað umhverfi þar sem fólk getur neytt fíkniefna í æð – „Fagnaðarefni“ segir Svandís
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur ætlar að fá sér áfengi í fyrsta skipti í lokuðu herbergi með Guðna Bergs – „Ég má ekki segja frá þessu en ég ætla samt að gera það“

Þorgrímur ætlar að fá sér áfengi í fyrsta skipti í lokuðu herbergi með Guðna Bergs – „Ég má ekki segja frá þessu en ég ætla samt að gera það“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eigandi fiskverkunar á Suðurnesjum þarf að svara fyrir meint skattsvik

Eigandi fiskverkunar á Suðurnesjum þarf að svara fyrir meint skattsvik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón styður þolendur á Hjalteyri og segir fallega sögu frá öðrum stað – „Get ekki lýst því hvað ég er þakklátur í dag“

Jón styður þolendur á Hjalteyri og segir fallega sögu frá öðrum stað – „Get ekki lýst því hvað ég er þakklátur í dag“