fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
Fréttir

Vilhjálmur varar við verslunarferðum og vill fresta jólunum fram á Þorrann

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Ari Arason, læknir, getur ekki hugsað sér betri jólagjöf en að það takist að halda kórónuveirusmitum frá Ströndum. Hann skrifar um máli hjá Eyjunni.

Hann segir upphaf fjórðu bylgju COVID-19 mikil vonbrigði, einkum þar sem loks eygir í bólusetningu.

Á Ströndum hefur enn ekki komið upp smit.

„Ég var hér á Stöndum um páskana og þá enn smitlaust í héraðinu. Svo er enn, ekki eitt einasta smit sem rakið er til Stranda og aðeins einn sem var greindur fyrir sunnan en sem fór í einangrun á Hólmavík og viðeigandi sóttkví ákveðin fyrir nákominna og þar sem síðar ekkert smit varð úr fyrir nokkum vikum. Sennilega eina héraðið á landinu þar sem ekki smit hefur þannig komið upp. Þakka hefur mátt aðgæslu þennan árangur og tillitsemi ættingja og vina heimamanna að takmarka eins og kostur hefur verið ferðalög norður og eins ferðir heimamanna í smitaða landshluta hverju sinni.“

Vilhjálmur bendir á að það hafi ekki verið fastur hjúkrunarfræðingur á Hólmavík síðan í apríl. Sjúkrahúsið sé yfirleitt fullt og aðeins einn sjúkrabíll sé fyrir allt héraðið. Enginn flugvöllur sé heldur til taks nema norður í Árneshreppi. Eins sé meðalaldur íbúa héraðsins hvað hæstur á öllu landinu.

Það yrði því afar þungbært ef smit kæmi upp í héraðinu.

„Nú eru jólin framundan og margir heimamenn á Ströndum sennilega hugsandi yfir jólagjöfunum og sem á eftir að kaupa fyrir sunnan. Eins slík ferð gæti hins vegar valdið hópsýkingu heima síðar, enda mikið um óvenju dreifð greind smit í höfuðborginni sl. 2 vikur, og þó sérstaklega allra síðustu daga. „

Með afkvíun væri vonandi hægt að koma í veg fyrir að smit berist á Strandir, sem og víðar um land. En afkvíun vísar til takmarkanna á för milli byggðarlaga, landshluta eða til eða frá landinu.

Afkvíun strax og vonandi með með ákveðnum tilmælum yfirvalda til almennings, gæti komið í veg fyrir að smit bærist nú á Strandir og auðvitað víðar um land, fram yfir hátíðirnar og þangað til við öll komumst í gott var með bóluefnum. Betri jólagjöf væri ekki hægt að hugsa sér fyrir samfélagið okkar. Jólin í ár að við sitjum meira saman í heimabyggð og nýtum okkur áfram netsambandið við fjarstadda fjölskyldumeðlimi og vini. Og kannski að við frestum í vissum skilningi þá bara jólunum og stór-fjölskylduhátíðinni fram á Þorrann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hjarta þjóðarinnar slær með strákunum á ögurstundu – Þetta hafði fólk að segja um leikinn við Dani

Hjarta þjóðarinnar slær með strákunum á ögurstundu – Þetta hafði fólk að segja um leikinn við Dani
Fréttir
Í gær

Góð frammistaða gegn Dönum í fyrri hálfleik

Góð frammistaða gegn Dönum í fyrri hálfleik
Fréttir
Í gær

Lúið starfsfólk Landspítalans fékk glaðning í morgun frá KORE

Lúið starfsfólk Landspítalans fékk glaðning í morgun frá KORE
Fréttir
Í gær

Sakar N1 um „ógeðfelldar blekkingar“ og kallar eftir hörðum viðbrögðum – „Viðskiptasiðleysi stjórnenda Festi hefur náð nýjum botni“

Sakar N1 um „ógeðfelldar blekkingar“ og kallar eftir hörðum viðbrögðum – „Viðskiptasiðleysi stjórnenda Festi hefur náð nýjum botni“