fbpx
Þriðjudagur 30.nóvember 2021
Fréttir

Víðir opnar sig um smitið – „Þungbært að þetta sé staðan“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 28. nóvember 2020 19:38

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Skjáskot af RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og einn hluti af hinu fræga þríeyki, er með kórónuveiruna. Hann opnar sig um reynsluna í einlægri færslu á Facebook.

„Nú er ég á fjórða degi veikinda vegna Covid-19. Einkennin voru í fyrstu væg en í gær vorum við hjónin verulega slöpp. Dagurinn í dag er skárri.

Til að hafa allt uppá borðum eins og ég hef sagt allan tímann ætla ég að deila með ykkur sögu okkar af ferlinu.“

Víðir segir að hann og eiginkona hans hafi frá því að faraldurinn skall á gætt þess verulega hverja þau umgangast til að lágmarka hættu á smiti. Þó gerðist það að þau smituðust.

„Mánudaginn 23. nóvember fór konan mín að finna fyrir einkennum og fór að sjálfsögðu heim úr vinnu og pantaði tíma í sýnatöku. Það gekk hratt fyrir sig og síðdegis lá niðurstaða um staðfest Covid-19 smit. Smitrakning fór þá strax í gang og var ákveðið að þar sem hún hefði lítil einkenni, en lága CT tölu sem þýddi að hún væri talsvert smitandi, að fara 48 tíma til baka varðandi þá sem þyrftu að fara í sóttkví okkar vegna. Einnig var ákveðið að skima talsvert marga aðra í okkar umhverfi.“

Víðir segir að uppruni smitsins sem eiginkona hans fékk sé óþekktur og hafi smitrakning ekki skilað árangri. Konan hans vinnur á skrifstofu og það eina sem hún fór dagana áður en hún fór að finna fyrir einkennum var út í verslun og í vinnuna.

„Helgina 21-22 nóvember vorum við að mestu heima við.

Laugardaginn 21. nóvember kom vinafólk okkar utan af landi til að búa tímabundið hjá okkur vegna læknisþjónustu sem þau þurftu að sækja til Reykjavíkur. Dætur þeirra kíktu stutt í kaffi á sunnudeginum. Vinkona okkar kom stutt við í kaffi líka. Börn okkar, tengdadóttir og barnabarn komu einnig við og um kvöldið komu til okkar vinahjón sem stoppuðu stutt. Í öllum tilfellum var passað upp á fjarlægðir á milli okkar og gesta og reyndum að forðast sameiginlega snertifleti.“

Eftir smitrakningu var ljóst að tólf voru útsettir að Víði meðtöldum og fóru þau í sóttkví.

„Í dag er staðan þannig að auk okkar hjóna hafa fimm aðrir úr hópnum greinst með staðfesta Covid-19 sýkingu. Vinafólk okkar sem búa hjá okkur voru augljóslega mikið útsett.

Smit annarra sýnir svo ekki sé um villst hversu smitandi þessi veira er. Við erum búin að fara vel yfir öll samskiptin og höfum fundið að fjarlægð sem var haldin var um eða yfir 2 metra við alla. Hins vegar er ljóst að við pössuðum ekki upp á alla sameiginlega snertifleti. Vatnskanna, kaffibollar og glös hafa sennilega verið sameiginlegir snertifletir sem hafa dugað til að smita“

Víðir segir að hann hafi verið manna duglegastur að hvetja aðra til að passa eigin sóttvarnir og því þykir honum staðan þungbær.

„Sjálfur hef ég verið manna duglegastur við að hvetja alla til að passa eigin sóttvarnir og því þungbært að þetta sé staðan. Við getum ekki annað en vonað að við öll, eins og allir þeir fjölmörgu sem eru að berjast við þennan óvætt komum heil út úr þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Magnús kærir kosningarnar til Mannréttindadómstólsins – Segir ferlið meingallað

Magnús kærir kosningarnar til Mannréttindadómstólsins – Segir ferlið meingallað
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur Freyr játar morðið á unnusta móður sinnar – Hryllilegar lýsingar

Guðmundur Freyr játar morðið á unnusta móður sinnar – Hryllilegar lýsingar
FókusFréttir
Fyrir 2 dögum

Upptekna fólkið sem fann samt tíma til að taka þátt í jólabókaflóðinu

Upptekna fólkið sem fann samt tíma til að taka þátt í jólabókaflóðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Átta teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum á höfuðborgarsvæðinu

Átta teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neyslurými opnar fljótlega í Reykjavík: Lagalega verndað umhverfi þar sem fólk getur neytt fíkniefna í æð – „Fagnaðarefni“ segir Svandís

Neyslurými opnar fljótlega í Reykjavík: Lagalega verndað umhverfi þar sem fólk getur neytt fíkniefna í æð – „Fagnaðarefni“ segir Svandís
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur ætlar að fá sér áfengi í fyrsta skipti í lokuðu herbergi með Guðna Bergs – „Ég má ekki segja frá þessu en ég ætla samt að gera það“

Þorgrímur ætlar að fá sér áfengi í fyrsta skipti í lokuðu herbergi með Guðna Bergs – „Ég má ekki segja frá þessu en ég ætla samt að gera það“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eigandi fiskverkunar á Suðurnesjum þarf að svara fyrir meint skattsvik

Eigandi fiskverkunar á Suðurnesjum þarf að svara fyrir meint skattsvik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón styður þolendur á Hjalteyri og segir fallega sögu frá öðrum stað – „Get ekki lýst því hvað ég er þakklátur í dag“

Jón styður þolendur á Hjalteyri og segir fallega sögu frá öðrum stað – „Get ekki lýst því hvað ég er þakklátur í dag“