fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Sjómannasambandið hefur miklar áhyggjur af stöðunni – „Þetta er ekki boðlegt“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 10:15

mynd/samsett Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands í samtali við blaðamann DV. Hann segir að Landhelgisgæslan hafi ekki verið í sambandi við sjómenn beint vegna málsins, en að Sjómannasambandið hafi sent út tilkynningar til sinna félagsmanna. „Við sendum jafnframt áskorun til samninganefnda beggja aðila um að klára þetta mál með sæmd. Það verður að koma þessum málum í ástand sem sómi er af,“ segir Valmundur jafnframt.

Öll loftför Landhelgisgæslunnar, bæði þyrlur og flugvél, eru nú óflughæf til sunnudags, að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Þar kemur jafnframt fram að þeir flugvirkjar sem Landhelgisgæslan telur að eigi að vera við vinnu hafi ekki allir mætt til að sinna störfum sínum. Sex af átján flugvirkjum eru nú í verkfalli.

Sagt var frá því í gær að samninganefndir Landhelgisgæslunnar og stéttarfélags Flugvirkja hafa enn engu skilað. Síðasta fundi þeirra í gær lauk klukkan 19 í gærkvöldi án árangurs. Stóð sá fundur í einar tíu klukkustundir.

Valmundur segir að ljóst sé að þyrluleysi hefði orðið í einn dag eða dagpart hvort sem til verkfalls hefði komið eða ekki. „Það gengur ekki að hafa bara eina þyrlu til taks. Það verða að vera þrjár þyrlur og alltaf tvær flughæfar til þess að geta þjónað sjómönnum.“

Bendir hann á að sum skip í flotanum séu með 35 menn í áhöfn. „Það er engin ein þyrla sem ræður við það að taka menn úr því skipi ef þarf. Svo eru frystitogarar sumir með 25 manna áhafnir,“ segir Valmundur. „Við verðum einfaldlega að hafa tækjakost sem getur brugðist við í neyðartilfellum. Nú er desember að nálgast og þá getum við búist við erfiðum útköllum, maður vonar auðvitað að svo verði ekki, en reynslan því miður sýnir annað.“

Valmundur segist upplifa seinagang í viðræðunum. „Menn verða bara að klára þetta dæmi. Þetta er ekki boðlegt fyrir okkur landsmenn, og sérstaklega ekki sjómenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala