fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Ekki hefur tekist að birta Ingvari dóm – Glás af skotvopnum og fíkniefnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 14:45

Samsett mynd DV. Til vinstri er Ingvar Árni Ingvarsson og til hægri er Ruger-skammbyssa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Árni Ingvarsson var í sumar dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fíkniefnamisferli, umferðarlagabrot, peningaþvætti og ólöglega vörslu skotvopna. Ekki hefur tekist að birta Ingvari dóminn og birtist hann því í Lögbirtingablaðinu í dag.

Ingvar og Anna María Gísladóttir voru bæði ákærð fyrir vörslu í sölu- og dreifingarksyni  á töluverðu m agni af amfetamíni, kókaíni, ecstasy-töflum, sterum og fleiri fíkniefnum. Þessi fíkniefni fundust á heimili Ingvars ásamt skuldalista í tengslum við sölu og dreifingu fíkniefnanna og tólum og tækjum til dreifingar þeirra og sölu.

Ingvar var síðan ákærður fyrir vopnalagabrot en á heimili hans fundust skammbyssa með hljóðdeyfi, önnur skammbyssa, afsöguð haglabyssa með pumpulás og töluvert magn af skotfærum.

Ingvar og Anna voru jafnframt ákærð fyrir peningaþvætti í tengslum við sölu fíkniefna, fyrir ýmis umferðarlagabrot og fyrir að hafa reynt að flytja piparúða til landsins.

Ingvar Árni var sem fyrr segir dæmdur í 12 mánaða fangelsi og upptöku fíkniefna og vopna. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða rúmlega 400 þúsund krónur í sakarkostnað.

Anna María Gísladóttir var dæmd í fjögurra mánað skilorðsbundið fangelsi og og til að greiða 1250 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs.

Dómarnir voru kveðnir upp þann 5. júní í sumar. Tekist hefur að birta dómana fyrir hvorugu þeirra.

Ákærður fyrir skotárás

Þess má geta að Ingvar bíður dóms í öðru og jafnvel alvarlegra máli. Hann var í haust ákærður fyrir stórhættulega skotárás með Ruger-skammbyssu á heimili sínu í Vogahverfi.

Atvikið á að hafa átt sér stað laugardagsmorguninn 9. mars árið 2019. Er Ingvar sagður hafa beint skammbyssu út um glugga að heimili sínu í Vogahverfi og skotið fjórum skotum að tveimur mönnum. Mennirnir eru sagðir hafa leitað skjóls á bílastæði fyrir utan heimili Ingvars.

Málið var þingfest 5. október.

Ingvar hefur áður komið við sögu í sakamálum. Í byrjun mars 2020 var hann dæmdur í 60 daga fangelsi í Landsrétti vegna fjölda brota, meðal annars hótana í garð Dýralæknamiðstöðvarinnar í Grafarholti og innflutnings á gervi-skotvopnum, piparúða og anabólískum sterum. Árið 2000 var Ingvar dæmdur fyrir hlutdeild í stóru fíkniefnamáli.

Hótanir Ingvars í garð Dýralæknamiðstöðvarinnar í Grafarholti voru sprottnar af því að hann taldi dýralæknana hafa sýnt vanrækslu við meðferð á hundstík í eigu hans, Gloríu. Birti Ingvar hótanir sína á Facebook þar sem segir meðal annars: „Ég ætla að stúta þessum læknabeljum krepptum hnúum og þungum höggum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“