fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Meirihlutinn segir bæklinginn skila sér margfalt til baka

Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 09:10

Dagur B. Eggertsson Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluvert fjaðrafok hefur skapast í kringum bækling sem Reykjavíkurborg sendi frá sér nýverið og kostaði 10,2 milljónir í framleiðslu. Sjá nánar hér.  

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara hefur sambærilegt blað verið gefið út um árabil og dreift um allt höfuðborgarsvæði til að segja frá því sem er að gerast í húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Þá var sérstök áhersla á Græna planið í blaðinu í ár sem er viðspyrnuáætlun borgarinnar út úr Covid-19.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírat og Vinstri grænna lögðu fram bókun síðast liðin fimmtudag á fundi borgarráðs þar sem framm eru taldir kostir útgáfunnar.

„Reykjavíkurborg hefur um árabil leitast við að greina stöðuna á húsnæðismarkaðnum og hverjar búsetuóskir íbúa borgarinnar, höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar eru enda ríkir samkeppni á milli sveitarfélaga landsins um íbúa. Það er eðlilegt að einhver kostnaður hljótist af því að auglýsa borgina sem spennandi búsetukost. Það skilar sér margfalt til baka. Þá voru borgin og önnur sveitarfélög gagnrýnd fyrir að sýna ekki nægilega vel á spilin með sín uppbyggingaráform í aðdraganda efnahagshrunsins og er bæklingurinn hluti af bættri upplýsingagjöf,“ segir í bókuninni.

Í skriflegu svari frá Skrifstofu Borgarstjóra kemur einnig fram að allur pappír í bæklingnum sé svansvottaður og prentun blaðsins er með umhverfisvottun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus