fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Fréttir

Innbrotsþjófar á ferð – Handtekinn vegna brots á reglum um sóttkví

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 05:15

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjórða tímanum í nótt vaknaði húsráðandi á höfuðborgarsvæðinu upp við hávaða í húsi sínu. Þar var ókunnug stúlka komin inn. Hún hljóp út þegar hún varð húsráðanda vör. Skömmu síðar var tilkynnt um tvo aðila inni í íbúð sem átti að vera mannlaus. Þeir voru farnir er lögreglan kom á vettvang en höfðu skilið kúbein eftir.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um mann sem átti að vera í sóttkví en neitaði að fara eftir reglum um það. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Á fyrsta tímanum í nótt var tilkynnt um stuld á bifreið. Hún fannst skömmu síðar, mannlaus. Málið er í rannsókn.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var ölvuðum manni, sem var blautur og kaldur, ekið í gistiskýlið.

Í gærkvöldi fauk innkaupakerra á bifreið og skemmdist bifreiðin við það. Umferðarslys varð á tíunda tímanum í gærkvöldi, minniháttar líkamstjón varð. Fjarlægja þurfti bifreiðarnar af vettvangi með dráttarbifreið.

Um klukkan 22 var tilkynnt um líkamsárás í austurhluta borgarinnar. Vitað er hver árásaraðilinn er og er málið í rannsókn.

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í austurborginni. Það reyndust vera menn að bera út póst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Frávísun í máli Jóns Baldvins felld úr gildi – Tímafrestur liðinn

Frávísun í máli Jóns Baldvins felld úr gildi – Tímafrestur liðinn
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þjóðhátíð – Tvíkjálkabraut mann með einu hnefahöggi

Sauð upp úr á Þjóðhátíð – Tvíkjálkabraut mann með einu hnefahöggi
Fréttir
Í gær

Tölvuþjófurinn úr þinghúsinu laus úr haldi með ökklaband – Kennir Trump um athæfi sitt

Tölvuþjófurinn úr þinghúsinu laus úr haldi með ökklaband – Kennir Trump um athæfi sitt
Fréttir
Í gær

Tjónið í Háskóla Íslands gæti hlaupið á hundruðum milljóna

Tjónið í Háskóla Íslands gæti hlaupið á hundruðum milljóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannanafnanefnd aftur farin á stjá – Sótt um Aquamann og Viðey

Mannanafnanefnd aftur farin á stjá – Sótt um Aquamann og Viðey
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt atvik í Sundhöll Reykjavíkur – Maður fannst hreyfingarlaus

Alvarlegt atvik í Sundhöll Reykjavíkur – Maður fannst hreyfingarlaus