fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Gjaldþrot Guðna bakara – Aðeins milljón fékkst upp í 80 milljóna kröfur

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 15:00

mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptastjóri þrotabús Guðna bakara ehf. hefur auglýst skiptalok búsins í lögbirtingablaðinu og er loka kafli félagsins þar með full skrifaður. Félagið var lýst gjaldþrota í ágúst í fyrra.

Samkvæmt auglýsingu skiptastjórans Steinunnar Erlu Kolbeinsdóttur, voru gerðar kröfur að fjárhæð 79.776.950 kr. í búið. Þar af voru veðkröfur 16,5 milljónir og forgangskröfur um 39 milljónir. Aðeins fékkst um 1,3 milljón upp í veðkröfur og eru nema því tapaðar kröfur kröfuhafa um 78,5 milljónum.

DV sagði frá gjaldþrotinu á sínum tíma, og sagði Jói Fel, eigandi Guðna bakara, af því tilefni að aðrir hafi séð um að reka bakaríið og það hafi verið alveg ótengt bakaríum Jóa Fel í bænum. „Bakaríið gekk ekki vegna of mikils kostnaðar og var ákveðið að skella í lás, þar sem það var ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri,“ bætti hann þá við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“