Þriðjudagur 02.mars 2021
Fréttir

Sendiherra Íslands í Moskvu afhenti Putin trúnaðarbréf

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 20:00

mynd/Facebook síða sendiráðsins í Rússlandi (samsett)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sendiherra Íslands í Moskvu, Árni Þór Sigurðsson, afhenti í gær Vladimir Putin Rússlandsforseta trúnaðarbréf sitt, líkt og hefð er fyrir.

Á vef utanríkisráðuneytisins segir að athöfnin hafi farið fram í Kremlarhöll í Moskvu og hafi samtals 19 sendiherrar afhent trúnaðarbréf sín. Af því tilefni hafi Putin flutt ávarp og fjallað stuttlega um samskipti Rússlands og hvers ríkis fyrir sig. Mun Putin hafa sagt um samskipti Íslands og Rússlands að efla þyrfti tengsl landanna, bæði tvíhliða og í gegnum svæðisbundna samvinnu. Nefndi hann sérstaklega að Ísland færi nú með formennsku í Norðurskautsráðinu, en Rússar munu taka við formennskunni næsta vor. Þá nefndi Putin mikilvægi samstarfs á sviði hátækni og þróunar á sviði sjávarútvegs og nýtingar sjávarafurða, hönnunar, fiskiskipa og að á sviði jarðhita og landbúnaðar væru einnig tækifæri, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Sendiráð Íslands í Rússlandi er ein 26 sendiskrifstofa Íslands í 21 ríki. Auk Rússlands eru Armenía, Aserbaísjan, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgistan, Moldóva, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan í umdæmi sendiherrans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Icelandair vill að framlínustarfsfólk í flugi njóti forgangs í bólusetningu

Icelandair vill að framlínustarfsfólk í flugi njóti forgangs í bólusetningu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Grunaður um ölvun við akstur – Ók út af Þingvallavegi

Grunaður um ölvun við akstur – Ók út af Þingvallavegi
Fréttir
Í gær

Heyrir þú jarðskjálftana koma? – Sjáðu hvað veldur drungalega jarðskjálftahljóðinu áður en þeir skella á

Heyrir þú jarðskjálftana koma? – Sjáðu hvað veldur drungalega jarðskjálftahljóðinu áður en þeir skella á
Fréttir
Í gær

Saklaus af kynferðisbroti gegn barni – Sannaði að hann vissi ekki hve gömul hún var

Saklaus af kynferðisbroti gegn barni – Sannaði að hann vissi ekki hve gömul hún var
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sparkaði í löggubíl með dóp í vasanum – Vann sér inn nótt í steininum

Sparkaði í löggubíl með dóp í vasanum – Vann sér inn nótt í steininum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útvarpsstjóri segir klámfengið tíst tilefni 30 sekúndra tafar á beinum útsendingum – Enn ekkert tjáð sig um Gettu betur atvikið

Útvarpsstjóri segir klámfengið tíst tilefni 30 sekúndra tafar á beinum útsendingum – Enn ekkert tjáð sig um Gettu betur atvikið