fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Heróínsmyglari dæmdur í héraðsdómi

Heimir Hannesson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 14:33

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi mann í hálfs árs fangelsi fyrir smygl á heróíni og miklu magni af morfínskyldum lyfjum svo sem Contalgin, Fentanyl og Oxycontin.

Mun maðurinn hafa verið stöðvaður af tollvörðum við komuna til landsins með flugi Wizz Air frá Gdansk í Póllandi og við leit í farangri og innanklæða fannst talsvert magn af fíkniefnum og lyfjum sem maðurinn reyndist ekki hafa lyfseðil fyrir auk þess sem hann framvísaði þeim ekki við komuna til landsins, líkt og lög gera ráð fyrir. Efnin sem um ræðir voru meðal annars 77 grömm af heróíni, 1.533 töflur af Oxycontin, 20 Fentanyl plástrar, 10 Morfín töflur og margt fleira.

Maðurinn stóð að innflutningnum með öðrum manni sem jafnframt er ákærður fyrir aðild sína að málinu. Dómur í máli þess manns er ekki fallinn en er væntanlegur á næstunni.

Við ákvörðun refsingar leit dómarinn til skýlausrar játningar mannsins. Í dóminum segir þó að ekki verði litið fram hjá gríðarlegu magni harðra fíkniefna og vísar til þess að magnið af heróíni er um tvöfalt það magn sem tollgæslan lagði hald á samanlagt á milli 2011 og 2019. Á þeim árum lagði tollurinn hald á samtals 38 grömm af efninu. Sem fyrr sagði þótti sex mánaða fangelsisdómur hæfileg refsing, auk þess sem hann skal greiða þóknun lögmanns síns og sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“