fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
Fréttir

Andrés vill lækka hámarkshraðann niður í 30 kílómetra á klukkustund

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði lækkaður niður í 30 kílómetra hraða á klukkustund. Andrés sendi frumvarpið á þingmenn í dag með því markmiði að fá meðmælendur.

Rætt var við Andrés um frumvarpið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði Andrés meðal annars að sveitarfélög gætu ákveðið að hafa hærri hraða en 30 kílómetra á klukkustund ef aðstæður leyfa.

Verði frumvarpið samþykkt mun ákvörðun um hámarkshraða vera færð frá Vegagerðinni og í hendur sveitarafélaga. Andrés vill meina að það sé betra og bendir á umræðu um ökuhraða á Hringbraut.

„Reykjavíkurborg þurfti að togast svolítið á við Vegagerðina þegar íbúar kölluðu eftir lækkun á hámarkshraða. Ef þetta frumvarp væri orðið að lögum væri sönnunarbyrðin öfug og það þyrfti alltaf að miða hraðabreytingar út frá öryggi vegfarenda og sérstaklega þeirra viðkvæmustu; gangandi vegfarernda,“ sagði Andrés í samtali við fréttastofu Stöðvar 2.

Andrés bendir á að þessar breytingar snúist bæði um öryggi og umhverfið. Þá nefnir hann að þróunin á þessum málum erlendis sé í svipuðum dúr. „Bara á þessu ári hefur til dæmis verið ákveðið bæði á Spáni og í Hollandi að lækka hraða niður í 30 km/klst eins og ég er að leggja til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hringdi 130 sinnum í neyðarlínuna og hrækti svo á lögreglumenn

Hringdi 130 sinnum í neyðarlínuna og hrækti svo á lögreglumenn
Fréttir
Í gær

Trump sagður ætla að náða 100 manns á morgun – Biden tekur við á miðvikudag

Trump sagður ætla að náða 100 manns á morgun – Biden tekur við á miðvikudag
Fréttir
Í gær

Nýtt myndband sýnir óeirðaseggina í þinginu fara með bæn í ræðustól Pence – „Amen“

Nýtt myndband sýnir óeirðaseggina í þinginu fara með bæn í ræðustól Pence – „Amen“
Fréttir
Í gær

Heiðurstengt ofbeldi á Íslandi – Heit kartafla sem fólk vill kannski ekki vita af

Heiðurstengt ofbeldi á Íslandi – Heit kartafla sem fólk vill kannski ekki vita af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smitin á landamærum rjúka upp aftur en Víðir er bjartsýnn – „Af þessum 14 voru 12 íslenskar kennitölur“

Smitin á landamærum rjúka upp aftur en Víðir er bjartsýnn – „Af þessum 14 voru 12 íslenskar kennitölur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Fimm líkamsárásir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum sendir frá sér tilkynningu – Vegfarendur björguðu konu og ungu barni út úr bílflakinu

Lögreglan á Vestfjörðum sendir frá sér tilkynningu – Vegfarendur björguðu konu og ungu barni út úr bílflakinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Slysið í Ísafjarðardjúpi – Fjölskyldan er pólsk og allir undir læknishöndum

Slysið í Ísafjarðardjúpi – Fjölskyldan er pólsk og allir undir læknishöndum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfskona í Ráðherrabústaðnum sakar Jón Baldvin um áreitni og skemmdarverk

Starfskona í Ráðherrabústaðnum sakar Jón Baldvin um áreitni og skemmdarverk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla heimsótti spjaldtölvuþjóf

Lögregla heimsótti spjaldtölvuþjóf