fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Goðsagnirnar ósammála – „Ekki misskilja mig“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United goðsagnirnar Paul Scholes og Gary Neville eru ósammála um það hvaða Manchester United lið er það besta. Scholes vill meina að liðið árið 1999 sé það besta en Neville vill meina að liðið hafi verið best árið 2008.

Neville segir í samtali við SkySports að liðið árið 2008 hefði getað verið það besta í heimi, ef ekki hefði verið fyrir ótrúlega liðið sem Pep Guardiola hafði komið saman hjá Barcelona. Þá segir Neville að 8 leikmenn í Manchester United liðinu árið 2008 hafi verið svo góðir að þeir hefðu getað verið magnaðir í hvaða liði sem er.

Edwin Van der Sar, Patrice Evra, Nemanja Vidic, Rio Ferdinand, Paul Scholes, Ryan Giggs, Wayne Rooney, Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez eru leikmennirnir sem Neville á við. „Auðvitað hafa verið fleiri heimsklassa leikmenn í Manchester United en þetta var ótrúlegt lið.“

Scholes telur hins vegar að leikmennirnir árið 1999 hafi verið betri. „Ekki misskilja mig, Rooney, Ronaldo og Tevez, þvílíkt þríeyki – algjörlega magnaður hraði í skyndisóknunum en mér fannst persónulega betra að spila með Teddy Sheringham og Dwight Yorke frammi,“ segir Scholes og nefnir að þeir Ole Gunnar Solskjaer, núverandi þjálfari Manchester United, og Andy Cole hafi líka verið frábærir í liðinu fyrir aldamótin.

Scholes segir svo að lokum að honum hafi ábyggilega fundist skemmtilegra að spila með þessum leikmönnum en hinum þar sem hann fékk sjálfur að spila meira framarlega á þessum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala