fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
Fréttir

Niðurtalning í Viðurkenningarhátíð FKA 2021 er nú hafin

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 09:00

Síðast voru það Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, Anna Stefánsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sem tóku við FKA viðurkenningunni, FKA þakkarviðurkenningunni og FKA hvatningarviðurkenningunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurtalning í Viðurkenningarhátíð Félag kvenna í atvinnulífinu, eða FKA 2021 er nú hafin og opnað hefur verið fyrir tilnefningar.

FKA Viðurkenningarhátíðin verður haldin 27. janúar 2021 og veittar verða viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd.

Hvaða konur ættu að þínu mati að fá viðurkenningar FKA?

„Mikilvægt er að fá nöfn ólíkra kvenna af landinu öllu á lista, fjölbreyttan hóp með ólíkan bakgrunn og reynslu. Svo er það dómnefnd sem mun vinna með tilnefningarnar og á endanum velja þær konur sem verða heiðraðar á FKA Viðurkenningarhátíðinni. Allir geta sent inn tilnefningu,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA

„Framlína íslensks viðskiptalífs og félagskonur FKA fagna með viðurkenningarhöfum að vanda en vegna þess að ekkert er eins og fyrir tveimur vikum og ekkert verður eins eftir tvær vikur þá verður spennandi að kynna með hvaða hætti framkvæmd hátíðarinnar verður í janúar, einmitt það já. Næsta spurning,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA glöð í bragði og bendir á að niðurtalning í Viðurkenningarhátíð FKA 2021 er nú hafin.

Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA

Á FKA viðurkenningarhátíðinni síðast voru það Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, Anna Stefánsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sem tóku við FKA viðurkenningunni, FKA þakkarviðurkenningunni og FKA hvatningarviðurkenningunni.

„Dómnefnd hefur verið skipuð og opnað hefur verið fyrir tilnefningar á heimasíðu FKA. Hvetjum alla til að tilnefna og hafa áhrif á valið. Það eru 1200 konur í Félagi kvenna í atvinnulífinu en reglan er sú að konurnar sem eru tilnefndar þurfa ekki að vera félagskonur FKA. Þú getur tilnefnt konur í öllum flokkum eða bara einum flokki en mjög mikilvægt er að fá fjölbreyttan hóp kvenna á blað til að færa dómnefnd,“ segir Andrea og bendir á að hægt er að tilnefna á heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu FKA.

Það er alltaf vandasamt að velja viðurkenningarhafa og að mörgu að huga. Til þess höfum við skipað dómnefnd 2021. Sjö einstaklingar úr atvinnulífinu sem hefur breiðan bakgrunn og við reynum að ná utan um fjölmargar breytur í vali á dómnefnd eins og reynslu, aldur, búaseta og þannig mætti lengi telja. Það er í fullu samræmi við stefnu FKA fyrir stjórnarmenn og stjórnendur framtíðarinnar.

Í dómnefnd í ár eru þau:

Áslaug Gunnlaugsdóttir stjórnarkona FKA, lögmaður og eigandi LOCAL lögmenn / Formaður dómnefndar.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjórinn á Akureyri.

Hilmar Garðar Hjaltason, Vinn-vinn / ráðgjöf, ráðning stjórnenda, lykilstarfsmanna og sérfræðinga.

Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR og situr í stjórn Orku náttúrunnar.

Lilja Einarsdóttir, bankastjóri Landsbanka.

Nökkvi Fjalar Orrason, stofnandi og eigandi SWIPE og podify.

Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest.

Dómnefnd mun fara yfir allar tilnefningar sem berast FKA frá almenningi og atvinnulífinu, metur og á endanum velur þær sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu 2021,“ segir Andrea. „Kíkið á fka.is og keyrum þetta í gang!“

Viðurkenningarhafar síðustu ára – frá upphafi:

Valforsendur – Viðurkenningin er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning og fyrirmynd.

Viðurkenningarhafar fyrri ára eru:

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir

Margrét Kristmannsdóttir

Erna Gísladóttir

Guðrún Hafsteinsdóttir

Birna Einarsdóttir

Guðbjörg Matthíasdóttir

Liv Bergþórsdóttir

Margrét Guðmundsdóttir

Rannveig Grétarsdóttir

Aðalheiður Birgisdóttir

Vilborg Einarsdóttir

Rannveig Rist

Steinunn Sigurðardóttir

Halla Tómasdóttir

Ásdís Halla Bragadóttir

Katrín Pétursdóttir

Aðalheiður Héðinsdóttir

Svava Johansen

Elsa Haraldsdóttir

Þóra Guðmundsdóttir

Hillary Rodham Clinton

Valforsendur – Hvatningarviðurkenningin er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar í atvinnurekstri.

Viðurkenningarhafar fyrri ára eru:

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Helga Valfells

Dr. Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir

Kolbrún Hrafnkelsdóttir

María Rúnarsdóttir

Rakel Sölvadóttir

Helga Árnadóttir, Signý, Tulipop

Árný Elíasdóttir, Inga Björg, Ingunn B. Vilhjálms(Attendus)

Margrét Pála Ólafsdóttir

Marín Magnúsdóttir

Agnes Sigurðardóttir

Sigríður Margrét Guðmundsdóttir

Guðbjörg Glóða Logadóttir

Jón G. Hauksson

Edda Jónsdóttir

Freydís Jónsdóttir

Guðrún Hálfdánsdóttir

Íris Gunnarsdóttir/Soffía Steingríms

Lára Vilberg

Valforsendur – Þakkarviðurkenningin er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu.

Viðurkenningarhafar fyrri ára eru:

Anna Stefánsdóttir

Sigríður Ásdís Snævarr

Hildur Petersen

Hafdís Árnadóttir

Sigríður Vilhjálmsdóttir

Guðný Guðjónsdóttir

Guðrún Edda Eggertsdóttir

Guðrún Lárusdóttir

Erla Wigelund

Dóra Guðbjört Jónsdóttir

Bára Magnúsdóttir

Guðrún Birna Gísladóttir

Guðrún Agnarsdóttir

Guðrún Erlendsdóttir

Rakel Olsen

Guðrún Steingrímsdóttir

Vigdís Finnbogadóttir

Jórunn Brynjólfsdóttir

Unnur Arngrímsdóttir

Bára Sigurjónsdóttir

Hér er hægt að tilnefna konur sem hljóta FKA viðurkenninguna 27. janúar 2021

Hér er hægt að lesa sig frekar til um viðurkenningarnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir því að Trump er að náða allt þetta fólk – „Ég held að hann sé ekki ánægður“

Þetta er ástæðan fyrir því að Trump er að náða allt þetta fólk – „Ég held að hann sé ekki ánægður“
Fréttir
Í gær

Ógnandi viðskiptavinur henti vörum um öll gólf verslunar – Hnuplarar staðnir að verki

Ógnandi viðskiptavinur henti vörum um öll gólf verslunar – Hnuplarar staðnir að verki
Fréttir
Í gær

Stórtíðindi úr auglýsingabransanum – Pipar hreppti Toyota

Stórtíðindi úr auglýsingabransanum – Pipar hreppti Toyota
Fréttir
Í gær

Fingralangur nágranni frá helvíti – Sagður hafa látið til skarar skríða í Hlíðunum og Hafnarfirði

Fingralangur nágranni frá helvíti – Sagður hafa látið til skarar skríða í Hlíðunum og Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bræðurnir Einar og Ágúst opna pizza stað í Garðabæ – Fjögurra ára fangelsi og ákæra í kerfinu

Bræðurnir Einar og Ágúst opna pizza stað í Garðabæ – Fjögurra ára fangelsi og ákæra í kerfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögð hafa stolið fartölvu af skrifstofu Pelosi fyrir rússnesku leyniþjónustuna – Er nú eftirlýst af FBI

Sögð hafa stolið fartölvu af skrifstofu Pelosi fyrir rússnesku leyniþjónustuna – Er nú eftirlýst af FBI