fbpx
Fimmtudagur 28.janúar 2021
Fréttir

Hönnunarstuldur í Kringlunni – Ekkert hallærislegra en „feik“ fylgihlutir

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 20. nóvember 2020 20:02

Lilja Hrönn Hauksdóttir, eigandi Cosmo, segir engar eftirlíkingar seldar í versluninni. Mynd/Heiða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dósent í fatahönnun segir grafalvarlegt að verslun í Kringlunni selji eftirlíkingar af hönnunarvörum. Eigandi verslunarinnar segir af og frá að um eftirlíkingar sé að ræða.

DV barst ábending þess efnis að í versluninni Cosmo í Kringlunni væru til sölu vörur þar sem líkt er eftir þekktum hönnunarmerkjum á borð við Louis Vuitton og Gucci. Margir hafa séð eftirlíkingar af þekktum vörum á mörkuðum erlendis en slíkt hefur ekki verið algengt hér á landi.

Blaðamaður leitaði álits hjá Lindu Björg Árnadóttur, dósent í fatahönnun við Listaháskóla Íslands og eiganda Scintilla, en hún er menntuð bæði sem fatahönnuður og textílhönnuður með sérhæfingu í munsturhönnun. „Þetta er algjörlega hönnunarstuldur,“ segir hún eftir að hafa séð myndir af treflum sem eru til sölu í Cosmo.

Treflar sem eru til sölu í Cosmo í Kringlunni. Mynd/aðsend

 

 Lítill skilningur á hugverkarétti

„Eftirlíkingar á hönnunarvörum er stórt vandamál í heiminum og sífellt er verið að gera slíkar vörur upptækar um allan heim. Fyrirtæki eins og Louis Vuitton og Gucci hverra vörur eru hvað vinsælastar þegar kemur að eftirlíkingum hika ekki við að eyða tíma og peningum í málaferli á móti þeim sem framleiða og dreifa slíkum vörum,“ segir Linda og bendir á að árið 2008 hafi eBay verið dæmt fyrir að hafa milligöngu um sölu á eftirlíkingum á vörum LVMH, sem á meðal annars Louis Vuitton, fyrir alls 38,6 milljónir evra eða ríflega 6 milljarða króna á gengi dagsins í dag.

„Það að núna sé verslun í Kringlunni að selja eftirlíkingar af hönnunarvörum, frá þessum fyrirtækjum, sýnir hvað það er lítill skilningur á hugverkarétti á Íslandi. Það er ekki einu sinni verið að reyna að fela þetta,“ segir Linda.

Treflar sem eru til sölu í Cosmo í Kringlunni. Mynd/aðsend

 

Þessi Gucci taska kostar ríflega 270 þúsund krónur í vefverslun. Skjáskot/Gucci.com

Bara fallegir kasmírtreflar

Lilja Hrönn Hauksdóttir, eigandi Cosmo, kemur af fjöllum spurð um líkindi vara sem hún er að selja og þekktra hönnunarvara. „Þetta er alls ekki eins og Louis Vuitton eða Gucci. Þetta er keypt frá löglegri heildsölu í London og er bara blómamynstur,“ segir hún.

Trefill sem er til sölu í Cosmo í Kringlunni. Mynd/aðsend

Þegar blaðamaður segir Lilju að hann hafi borið þetta undir lektor í fatahönnun við LHÍ sem segir klárlega um eftirlíkingu að ræða ítrekar hún fyrri orð sín: „Nei, þetta er allt öðruvísi. Þetta eru bara fallegir kasmírtreflar með blómamynstri. Mynstrið núna er þetta og svo kannski eftir hálfan mánuð fæ ég annað blómamynstur,“ segir hún.

Mynd frá Lilju af alvöru Louis Vuitton trefli sem hún sjálf á og sendi blaðamanni til að sýna hvernig þeir eru frábrugðnir þeim sem eru til sölu í Cosmo.

Þá tekur Lilja fram að ekkert lógó sé á treflunum sem eru til sölu í Cosmo. „Varan er ekki merkt eins og maður sér oft á götumörkuðum. Ég er ekki að selja hluti hér og segja við fólk að þetta sé Louis Vuitton,“ segir hún. „Ef þú kaupir Marc Jacobs eftirlíkingu á götumarkaði þá stendur Marc Jacobs á henni.

Ég er ekki með neinn götumarkað hérna,“ segir Lilja. Þá sendir hún blaðamanni meðfylgjandi mynd af ekta Louis Vuitton-trefli sem hún á til að sýna hvernig þeir eru merktir. „Ég er búin að reka verslun í 34 ár og myndi aldrei gera svona lagað,“ segir hún.

Mynd frá Lilju af alvöru Louis Vuitton trefli sem hún sjálf á og sendi blaðamanni til að sýna hvernig þeir eru merktir.

 

„Ekki Kringlunni til sóma“

Linda Björg er þó ekki í neinum vafa. „Það er mögulegt, þegar kemur að treflum sem á eru með ákveðin munstur sem að tilheyra þessum fyrirtækjum og eru þeirra einkenni, að ef það er ekki lógó viðkomandi fyrirtækis á vörunni og munstrunum er raðað aðeins öðruvísi upp þá sé hægt að komast upp með þetta á sumum landsvæðum,“ segir hún.

Mynd sem birtist 17. nóvember á Facebooksíðu Cosmo. Taska sem líkist mjög Gucci tösku í bakgrunni.

 

Gucci taska sem kostar 225 þúsund krónur í vefverslun. Skjáskot/Gucci.com

„Það breytir því ekki að þetta er stuldur á hugverkum og sýnir algert virðingarleysi gagnvart hönnuðum og verkum þeirra. Fyrir utan það auðvitað að ekkert er hallærislegra heldur en að vera með „feik“ fylgihlut eða „feik“ vöru frá þekktum fyrirtækjum. Svo er þetta Kringlunni ekki til sóma að þar sé verið að selja stolna hönnun,“ segir Linda og bætir við: „Ég vona að lögregluyfirvöld athugi þetta mál. Þetta þykir alvarlegur glæpur úti í heimi og ég vona að það sé það hérna heima líka.“

Linda Björg Árnadóttur, dósent í fatahönnun við Listaháskóla Íslands og eigandi Scintilla, en hún er menntuð bæði sem fatahönnuður og textílhönnuður með sérhæfingu í munsturhönnun. Mynd/Saga  Sig

 

Þessi grein birtist fyrst í nýju helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Orkubúið ætlaði að loka fyrir rafmagn til Kampa – Skuldin sögð nema tugum milljóna

Orkubúið ætlaði að loka fyrir rafmagn til Kampa – Skuldin sögð nema tugum milljóna
Fréttir
Í gær

Dansleikur í miðborginni stöðvaður og áfengislagabrot á veitingastað

Dansleikur í miðborginni stöðvaður og áfengislagabrot á veitingastað
Fréttir
Í gær

Vopnaðir dópsalar dreifðu grasi og spítti um Akureyri – Höfðu saman 250 þúsund á mánuði upp úr krafsinu

Vopnaðir dópsalar dreifðu grasi og spítti um Akureyri – Höfðu saman 250 þúsund á mánuði upp úr krafsinu
Fréttir
Í gær

Styrkja Árnastofnun um 8 milljónir króna

Styrkja Árnastofnun um 8 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur logar á ný í Kaldaseli – MYNDIR

Eldur logar á ný í Kaldaseli – MYNDIR
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ÍTR: Sundlaugarvörður í salnum þegar maðurinn drukknaði

ÍTR: Sundlaugarvörður í salnum þegar maðurinn drukknaði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slökkvilið enn að störfum í Breiðholti – 40 slökkviliðsmenn komu að brunanum

Slökkvilið enn að störfum í Breiðholti – 40 slökkviliðsmenn komu að brunanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir bókhald Kampa hafa byggst á skáldskap í langan tíma

Segir bókhald Kampa hafa byggst á skáldskap í langan tíma