fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Opnar sig um brunann – Sá nágrannakonu sína falla niður hreyfingarlausa – „Þegar ég vissi af eldinum var það orðið of seint“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 15. nóvember 2020 13:31

mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vasile Tibor Andor, kallaður Tibor af vinum sínum á Íslandi, er einn þeirra sem lifðu brunann á Bræðraborgarstíg af. „Þrír sem bjuggu í herbergjunum við hliðina á mér gerðu það ekki,“ segir Tibor í ítarlegu viðtali við Kjarnann um brunann og eftirmála hans. „Þetta var ungt fólk. Gott fólk. Þetta voru vinir mínir. Þau voru hingað komin til að vinna. Safna sér pening fyrir brúðkaupunum sínum. Fyrir framtíðinni.“

Tibor segir í viðtalinu að hann hugsi stundum um það hvort hann „hefði getað leikið ofurhetju“ og bjargað fólkinu sem fórst. „En ég veit innst inni að ég gat það ekki. Að þegar ég vissi af eldinum var það orðið of seint,“ segir hann.

„Ég vakna ennþá á nóttunni og finnst ég finna brunalykt og heyra öskur. Ég sprett upp úr rúminu og fer jafnvel fram á gang til að athuga hvort það sé kviknað í, hvort allt sé í lagi. Stundum man ég ekki eftir þessu þegar kærastan mín rifjar það upp morguninn eftir. Þetta áfall er enn í líkamanum mínum. Ég veit ekki hvort það fer einhvern tímann en ég verð að læra að lifa með þessu.“

Sá nágrannakonu sína falla hreyfiingarlausa í gólfið

Þann 25. júní á þessu ári brann húsið við Bræðraborgarstíg. Tibor var að borða í herberginu sínu þegar hann heyrði einhvern hrópa og síðan brothljóð. „Eldur, eldur!“ heyrði Tibor og opnar dyrnar á herberginu sínu. Hann sér nágrannakonu sína falla hreyfingarlausa í gólfð. Tibor vissi að hann gæti ekki náð til hennar og lokar hurðinni á herberginu sínu, bleytir stuttermabol og heldur honum yfir vitum sínum.

Tibor hringdi í neyðarlínuna sem sagði honum að slökkviliðið væri á leiðinni. Vinur hans, sem bjó í herberginu við hliðina á honum, braut gluggann og stökk niður. Tibor heyrði í vini sínum skella á gangstéttinni fyrir neðan. Tibor vildi ekki stökkva niður og beið eftir hjálp. Hjálpin kom á endanum, Tibor komst út og var fluttur á Landspítalann.

Þegar Tibor var kominn á spítalann hafð hann miklar áhyggjur af vini sínum sem stökk út. Svo heyrði hann í vini sínum öskra í sjúkrarúmi nálægt sér og vissi þá að hann hefði lifað stökkið af.

„Þetta var hræðilegt og þetta er enn erfitt fyrir svo marga,“ segir Tibor. „Við sem lifðum af erum enn í áfalli og erum ráðvillt. Við erum að reyna að fóta okkur aftur, finna einhvers konar jafnvægi í hversdagsleikanum. Þó að við höfum búið saman áttum við ekki endilega margt sameiginlegt fyrir utan að kunna litla og jafnvel enga íslensku og að vita ekki hver réttur okkar er. Ég hefði viljað fá meiri aðstoð og leiðbeiningar. En í staðinn hefur mætt okkur þögn og ég kemst ekki hjá því að hugsa að kerfið hafi brugðist okkur. Að syrgja saman þegar svona mikill harmleikur verður er nauðsynlegt skref í sorgarferli samfélags. Það hefur ekki enn gerst og ég velti fyrir mér hvers vegna. Ein skýringin gæti verið tengslanetið okkar eða skortur á því réttara sagt.“

Hægt er að lesa viðtal Kjarnans við Tibor í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“