fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Halldór skammaðist sín þegar hann komst að því hver kærastinn var í raun og veru – „Síðan barst talið að því hvað hann gerði“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 14. nóvember 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um áratug síðan var Halldór Armand Ásgeirsson, rithöfundur og útvarpsmaður, í skiptinámi í Madríd, höfuðborg Spánar. Þar hitti hann eitt sinn kærasta Vanessu vinkonu sinnar en Halldór átti eftir að skammast sín eftir að hann komst að því hver kærastinn var í raun og veru.

Halldór sagði frá þessu í pistli sem hann las upp í útvarpsþættinum Lestinni. „Á þessum tíma nennti ég ekki mikið að sinna náminu og varði oft kvöldinu í að lesa bók um söngleiki. Ég man ekki nákvæmlega titilinn á bókinni en hann var eitthvað á borð við Musicals for Beginners eða Musicals for Dummies eða eitthvað álíka. Ég var með smá bakgrunn í tónlist og hafði mikinn áhuga á því að semja söngleik með einum félaga mínum sem hafði sent mér bókina ljósritaða,“ segir Halldór en nokkrum dögum síðar fór hann og hitti Vanessu og kærastann.

„Ég tók strax eftir því að þetta var leiftrandi klár náungi. Það fór ekkert á milli mála. Hann var mjög skemmtilegur, mjög fyndinn, mjög vel lesinn. Síðan barst talið að því hvað hann gerði.“

„Ég leit auðvitað á þetta sem mikið jafningjaspjall“

Kærastinn sagðist vera mest í tónlist og bætti síðan við að hann væri í söngleikjum. Halldór segir kærastann hafa bætt því við eins og hann væri að gera ráð fyrir því að Halldór hefði ekki mikinn áhuga á viðfangsefninu. „Ég get ekki stoppað lengi vegna þess að við erum að fara á smá túr í næstu viku. Ég þarf að fara heim til Ameríku fyrir það,“ sagði kærastinn. „Þú segir ekki!“ svaraði Halldór þá spenntur. „Ég er einmitt að lesa bók um söngleiki. Mig langar svo að skrifa einn slíkan með vini mínum sem býr í London.“

Eftir það lét Halldór móðan mása um það litla sem hann vissi um söngleiki. „Ótrúlega merkilegt hvernig söngleikjalög verða að vera grípandi strax frá byrjun,“ sagði Halldór og hélt áfram að útskýra það sem hann hafði lesið í ljósrituðu Musicals for Dummies-bókinni sinni.

„Kærasti Vanessu kinkaði kolli og brosti vinalega. Ég leit auðvitað á þetta sem mikið jafningjaspjall. Hér væru samankomnir tveir menn sem deildu áhuga og þekkingu á söngleikjum. Ég hélt því áfram að ræða við hann á þessum nótum og segja honum hvernig söngleikir virkuðu.“

„Þarna lagðist yfir mig djúp skömm“

Þegar Halldór spurði kærastann hvort hann væri að vinna að einhverju nýju svaraði kærastinn játandi. „Ég er að vinna að svolítið sérkennilegri hugmynd. Hefurðu heyrt um Alexander Hamilton? Kannastu við það nafn?“ spurði kærastinn og Halldór sagðist gera það. „Einn af þessum bandarísku founding fathers. Ég vissi samt ekkert um hann þannig séð en hafði þó lesið einhvers staðar að hann var einmitt fæddur þarna í karabíska hafinu nálægt Puertó Ríkó,“ sagði Halldór.

„Einmitt,“ svaraði kærasti Vanessu. „Hamilton átti alveg hreint lygilega ævi. Ég er svona að vinna að hip-hop skotnum söngleik um ævi hans,“ sagði kærastinn. Halldór segir að þessi hugmynd hafi kveikt í honum. „Ég fékk hann til að segja mér allt um Hamilton milli þess sem fleiri tapas-réttir bárust á borðið

Halldór ákvað seinna um kvöldið að athuga hver þessi kærasti Vanessu var í raun og veru. Hann sló því inn nafn kærastans á Google og sá að hann hafði unnið Tony-verðlaunin fyrir besta söngleikinn þetta árið. Ég horfði á kærastann kyssa Vanessu í áhorfendasalnum og ganga svo skælbrosandi upp á svið undir big-band tónlist til að taka við verðlaununum.“

Halldór endurtekur sig. „Verðlaununum fyrir besta söngleikinn á Broadway. Þetta var maðurinn sem ég hafði verið útskýra söngleiki fyrir fyrr um daginn, vopnaður upplýsingum úr ljósritaðri bók sem hét Söngleikir fyrir hálfvita. Þarna lagðist yfir mig djúp skömm, nægilega mikil til þess að ég gæti skellt upp úr yfir henni. Þetta var eitt af þessum augnablikum þar sem hlátur manns er ráðgáta.“

„Brilljant maður sem var á sama tíma að skrifa besta söngleik allra tíma“

Þessi kærasti Vanessu var enginn annar en Lin-Manuel Miranda, ein heitasta stjarna söngleikjaheimsins. „Síðan þessir tveir risar söngleikjaheimsins áttu sitt jafningjaspjall í miðborg Madrídar fyrir áratug síðan, bandaríski Tony-verðlaunahafinn sem var að skrifa verk um Alexander Hamilton og íslenski laganeminn sem var að lesa Musicals for Dummies, hefur nokkuð af vatni runnið til sjávar. Þótt ég hafi klárað að lesa ljósritið af Musicals for Dummies eitthvert vorkvöldið höfum við félagarnir ekki ennþá skrifað söngleikinn okkar,“ segir Halldór.

„Lin-Manuel Miranda kláraði hins vegar söngleikinn sinn, Hamilton, sem hann lék svo titilhlutverkið í á Broadway árið 2016. Söngleikurinn var síðan tilnefndur til 16 Tony-verðlauna, sem er met, og vann 11, þar á meðal fyrir besta söngleikinn og trónir nú jafnan á toppnum á listum yfir bestu söngleiki allra tíma.“

Halldór segir frá því þegar hann ákvað aftur að skoða Google-niðurstöðurnar fyrir Lin-Manuel Miranda. Hann fékk þá strax upp YouTube-myndband af Miranda að flytja brot úr Hamilton fyrir Barack Obama í Hvíta húsinu. „Aftur kom yfir mig þessi guðdómlega skömm. Ég hafði í fávisku minni útskýrt fyrir Lin-Manuel Miranda hvernig ætti að skrifa söngleiki, þyljandi upp einhverja vitleysu úr bókinni Söngleikir fyrir hálfvita.“

Komst yfir skömmina

Í dag getur Halldór þó hlegið að þessu, hann er löngu búin að komast yfir þessa skömm. „Ég lít á þessa litlu sögu sem ákveðna lexíu fyrir mig og það er kannski tilgangurinn með því að segja hana. Boðskapurinn er þessi, mjög naívur: Það er fagurt að vera byrjandi. Á sinn hátt snýst lífið mikið til um það að þora að berskjalda sjálfan sig sem byrjanda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat