fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Lamdi löggur fyrir utan Enska barinn og hótaði eiginkonum og börnum

Heimir Hannesson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 19:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun mann í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. DV sagði frá ákærunni.

Brotin sem um ræðir áttu sér stað aðfaranótt 2. desember fyrir tveim árum. Maðurinn, sem þegar sætti handtöku og sat í lögreglubíl, réðst á lögreglumann sem með honum sat í bílnum. Tókst manninum að sparka í lögreglumann með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut heilahristing, mar á augnloki og augnsvæði og yfirborðsáverka á höfði.

Er á lögreglustöðina var komið hafði maðurinn í hótunum við fjóra lögreglumenn sem á vakt voru og hótaði ítrekað að lemja þá, konur þeirra og börn.

Maðurinn hlaut árið 2017 10 mánaða fangelsisdóm fyrir hótanir um líkamsmeiðingar og brot á barnaverndarlögum, vopnalögum og umferðarlögum. Var dómurinn því dæmdur upp og ákærða gerð refsing í einu lagi. Var það virt ákærða til refsilækkunar að hann hafi játað brot sín hreinskilnislega. Þá var tekið tillit til þess að langur tími væri liðin frá brotunum, og eru hagir mannsins breyttir frá því sem var er hann framdi brotin.

Til viðbótar við átta mánaða skilorðsbundna dóminn er manninum gert að greiða málskostnað, 42 þúsund krónur og laun lögmanns síns, um 230 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi